The Artist talin sigurstranglegust 23. febrúar 2012 10:00 Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Menning Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Lífið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Sjá meira
Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00