The Artist talin sigurstranglegust 23. febrúar 2012 10:00 Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Kvikmyndin The Artist er talin sigurstranglegust á Óskarsverðlaunahátíðinni, sem haldin verður í 84. skipti næstkomandi sunnudag í Kodak Theatre í Hollywood. The Artist hefur verið að raka inn verðlaunum að undanförnu. Hún kom, sá og sigraði á Golden Globe-hátíðinni fyrr í mánuðinum og þykir líkleg til sigurs í flestum þeirra tíu flokka sem hún er tilnefnd í. Myndin er þó ekki með flestar tilnefningar, því nýjasta mynd Martins Scorsese, Hugo, er tilnefnd í ellefu flokkum. Myndirnar The Help, Moneyball og War Horse fengu sex tilnefningar og The Descendants er með fimm. Mikill fjöldi tilnefninga þarf þó ekki endilega að skila sér í styttu, því skemmst er að minnast Óskarsverðlaunahátíðarinnar í fyrra, þar sem True Grit var tilnefnd til tíu verðlauna en hlaut engin. Það er mjög áhugavert að myndirnar tvær sem fara inn í hátíðina með flestar tilnefningar eru báðar eins konar ástarbréf til „gömlu Hollywood". The Artist er öll í svarthvítu, hún er næstum alveg þögul og í henni eru engir þekktir leikarar. Þetta er í fyrsta skipti í næstum áttatíu ár sem svarthvít mynd þykir líklegust til að taka heim Óskarinn fyrir bestu myndina, og fari svo verður það aðeins í annað skipti í sögu verðlaunanna sem þögul mynd stendur uppi sem sigurvegari en þögla myndin Wings vann þau verðlaun á fyrstu Óskarsverðlaunahátíðinni árið 1929. Jean Dujardin hlaut Golden Globe-verðlaunin 2012 sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í The Artist, og þykir líklegur til að leika þann leik eftir á sunnudagskvöldið. Sömu sögu er að segja um Meryl Streep sem þykir sigurstrangleg fyrir túlkun sína á Margaret Thatcher í myndinni The Iron Lady. Streep hefur áður unnið til verðlaunanna tvisvar sinnum, árin 1979 og 1982 en hún á metið yfir flestar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir leik, með alls 17 tilnefningar. Næst á eftir henni koma þau Katharine Hepburn og Jack Nicholson með tólf. Gamli sjarmörinn Christopher Plummer er tilnefndur sem besti aukaleikarinn fyrir leik sinn í myndinni Beginners, og fari svo að hann hljóti Óskarinn verður hann elsti verðlaunahafinn í sögu hátíðarinnar. Jafnaldri hans, Max von Sydow, er einnig tilnefndur sem besti aukaleikarinn og á því líka möguleika á að vera elsti verðlaunahafinn. Jessica Tandy á nú metið, en hún var áttræð þegar hún hlaut Óskarinn fyrir leik sinn í myndinni Driving Miss Daisy. Leikarinn Billy Crystal mun kynna hátíðina í níunda skipti, en aðeins Bob Hope hefur gert það oftar eða 19 sinnum. Crystal hefur hingað til þótt standa sig mjög vel í hlutverkinu og jafnvel verið nefndur einn besti kynnir í sögu hátíðarinnar sem verður send út beint til 225 landa út um allan heim. tinnaros@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Tengdar fréttir Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00 Mest lesið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lífið Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi Lífið Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Lífið Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Lífið Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Lífið Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Lífið Fleiri fréttir Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 Sjá meira
Ákærður fyrir henda flösku í lögreglubíl „Sé ég eftir þessu? Já, ætli það ekki. Veskið mitt sér líka eftir þessu,“ segir rapparinn Emmsjé Gauti, sem hefur verið ákærður fyrir að henda glerflösku í lögreglubíl. 23. febrúar 2012 08:00