Hugljúfur og harðduglegur 23. febrúar 2012 18:00 Popparinn Ed Sheeran hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum. Fyrsta sólóplatan hans náði efsta sæti breska vinsældalistans. Ed Sheeran er ungur enskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu með hugljúfu poppi og hlýlegri rödd sinni. Honum hefur verið líkt við John Mayer, Damien Rice og James Morrisson og er talinn eiga framtíðina fyrir sér. Brit-tónlistarverðlaunin voru haldin í Bretlandi á þriðjudagskvöld og þar var Sheeran tilnefndur til flestra verðlauna, eða fernra. Á endanum hlaut hann tvenn verðlaun, sem besti breski nýliðinn og besti breski tónlistarmaðurinn. Aðrir tilnefndir í síðarnefnda flokknum voru engir aukvisar, eða Noel Gallagher, James Morrison, James Blake og Professor Green. Sheeran fæddist í Halifax á Englandi árið 1991. Ungur að aldri lærði hann að spila á gítar og semja lög. Fyrsta EP-platan hans, The Orange Room, kom út 2005 þegar hann var einungis fjórtán ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjölfarið og árið 2008 flutti Sheeran til London til að einbeita sér að spilamennsku. Hann var sérlega duglegur og spilaði nánast upp á hvern einasta dag. Þessi kraftur skilaði sér því smám saman fór hann að vekja athygli og stuttskífan Loose Change sem kom út 2009 þótti vel heppnuð. Hann hætti hjá útgáfufyrirtæki sínu og flaug til Los Angeles þar sem hann vakti áhuga leikarans og tónlistarmannsins Jamie Foxx þegar hann spilaði á staðnum hans The Foxxhole. Aðdáendahópur Sheerans hélt áfram að vaxa með hjálp Youtube og árið 2010 gaf hann sjálfur út tvær stuttskífur sem fengu góðar viðtökur og aðra til viðbótar árið eftir. Útsendarar frá útgáfunni Asylum/Atlantic Records gerðu við hann samning og síðasta sumar kom fyrsta smáskífulagið hans út, The A Team, sem fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans. Fyrsta hljóðversplatan, You Need Me, kom svo út í september og náði hún efsta sætinu í Bretlandi. Sjá má myndband við annað lag af plötunni, Lego House, hér fyrir ofan. Sheeran er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í Bandaríkjunum hitar hann upp fyrir bresku hljómsveitina Snow Patrol. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Sjá meira
Popparinn Ed Sheeran hlaut tvenn Brit-verðlaun á dögunum. Fyrsta sólóplatan hans náði efsta sæti breska vinsældalistans. Ed Sheeran er ungur enskur tónlistarmaður sem hefur slegið í gegn í Bretlandi að undanförnu með hugljúfu poppi og hlýlegri rödd sinni. Honum hefur verið líkt við John Mayer, Damien Rice og James Morrisson og er talinn eiga framtíðina fyrir sér. Brit-tónlistarverðlaunin voru haldin í Bretlandi á þriðjudagskvöld og þar var Sheeran tilnefndur til flestra verðlauna, eða fernra. Á endanum hlaut hann tvenn verðlaun, sem besti breski nýliðinn og besti breski tónlistarmaðurinn. Aðrir tilnefndir í síðarnefnda flokknum voru engir aukvisar, eða Noel Gallagher, James Morrison, James Blake og Professor Green. Sheeran fæddist í Halifax á Englandi árið 1991. Ungur að aldri lærði hann að spila á gítar og semja lög. Fyrsta EP-platan hans, The Orange Room, kom út 2005 þegar hann var einungis fjórtán ára. Fleiri stuttskífur fylgdu í kjölfarið og árið 2008 flutti Sheeran til London til að einbeita sér að spilamennsku. Hann var sérlega duglegur og spilaði nánast upp á hvern einasta dag. Þessi kraftur skilaði sér því smám saman fór hann að vekja athygli og stuttskífan Loose Change sem kom út 2009 þótti vel heppnuð. Hann hætti hjá útgáfufyrirtæki sínu og flaug til Los Angeles þar sem hann vakti áhuga leikarans og tónlistarmannsins Jamie Foxx þegar hann spilaði á staðnum hans The Foxxhole. Aðdáendahópur Sheerans hélt áfram að vaxa með hjálp Youtube og árið 2010 gaf hann sjálfur út tvær stuttskífur sem fengu góðar viðtökur og aðra til viðbótar árið eftir. Útsendarar frá útgáfunni Asylum/Atlantic Records gerðu við hann samning og síðasta sumar kom fyrsta smáskífulagið hans út, The A Team, sem fór beint í þriðja sæti breska vinsældalistans. Fyrsta hljóðversplatan, You Need Me, kom svo út í september og náði hún efsta sætinu í Bretlandi. Sjá má myndband við annað lag af plötunni, Lego House, hér fyrir ofan. Sheeran er á leiðinni í stóra tónleikaferð um Evrópu og Bandaríkin sem hefst 3. mars í Ósló. Í Bandaríkjunum hitar hann upp fyrir bresku hljómsveitina Snow Patrol. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Sjá meira