Íslensk tónskáld fá aukin tækifæri í Hollywood 25. febrúar 2012 15:00 kvikmyndatónskáld Íslensku kvikmyndatónskáldin Barði Jóhannsson, Jóhann Jóhannsson, Atli Örvarsson, Jónsi og Ólafur Arnalds eru farin að fá aukin tækifæri í Hollwyood. Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Þeim Íslendingum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir hefur fjölgað mikið að undanförnu. Nýjasti meðlimurinn í hópnum er Barði Jóhannsson. Þeim íslensku tónlistarmönnum sem semja tónlist við bandarískar kvikmyndir virðist fjölga með degi hverjum. Núna síðast greindi Fréttablaðið frá því að Barði Jóhannsson hefði samið alla tónlistina í spennumyndinni Would You Rather, ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron. Einnig er stutt síðan greint var frá því að Jóhann Jóhannsson hefði samið tónlistina við myndina For Ellen með Paul Dano og Jon Heder í aðalhlutverkum. Þá eru ótaldir Jónsi í Sigur Rós, sem samdi tónlistina við Hollywood-myndina We Bought A Zoo, Ólafur Arnalds sem samdi tónlistina við Another Happy Day með Demi Moore og Kate Bosworth í aðalhlutverkum, og Atli Örvarsson sem samdi tónlistina við Season of the Witch með Nicolas Cage í titilrullunni. Hægt er að hafa mikið upp úr því að semja tónlist við dýrar myndir og til að mynda hefur Jónsi vafalítið fengið væna summu í vasann fyrir vinnu sína fyrir We Bought A Zoo, sem er týpísk Hollywood-mynd með stjörnum í aðalhlutverkunum, eða þeim Matt Damon og Scarlett Johansson. Leikstjórinn Cameron Crowe var svo ánægður með frammistöðu Jónsa að hann fékk hann til að semja tónlistina við nýja gamanmynd sem hann er með í smíðum. Vafalítið hefur Atli Örvarsson einnig fengið vel borgað fyrir tónlist sína við rándýra hasarmynd byggða á ævintýrinu um Hans og Grétu sem verður frumsýnd á næsta ári með Jeremy Renner og Gemmu Arterton í aðalhlutverkunum. Jóhann Jóhannsson skrifaði nýverið undir samning við eina virtustu umboðsskrifstofu kvikmyndatónskálda í Hollywood; Gorfein/Schwartz. Aðspurður segir hann það rosalega mismunandi hvernig menn fái borgað fyrir vinnu sem þessa. Það fari allt eftir eðli og stærð myndarinnar. „Fyrir mig er það ekkert alltaf peningurinn sem skiptir aðalmáli heldur hvort verkefnið er áhugavert. Hins vegar er þetta yfirleitt frekar vel borgað. Þetta er mismunandi eftir markaðssvæðum en í Ameríku er miklu hærri kostnaðaráætlun en í Evrópu." Hvað sem peningamálum líður er ljóst að íslenskir tónlistarmenn eru farnir að fikra sig inn í Hollywood og eiga eflaust eftir að gera sig enn frekar gildandi þar á komandi árum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning