Árið 1996 Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. mars 2012 06:00 Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. Árið 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúlason var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnesheiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bankanna. Tólf ár í Hrunið. Árið 1996 var John Major forsætisráðherra Bretlands, Yasser Arafat forseti heimastjórnar Palestínumanna, Helmut Kohl kanslari Þýskalands. Fimm ár voru í árásirnar á tvíburaturnana í New York. Sjö ár í Íraksstríðið. Árið 1996 voru tvö ár liðin frá því Kurt Cobain fyrirfór sér. Flannelskyrtur og Dr. Martens skór grunge-tímabilsins tóku að víkja fyrir míní-pilsum og klumbuskóm eins og stúlknabandið Spice Girls klæddist er þær gáfu út fyrstu smáskífu sína. Ökklabrot færðust í aukana. Hár flæktist í burstum um heim allan er konur reyndu að öðlast hinn heilaga kaleik: greiðslu sem bauð þyngdaraflinu birginn og nefndist „Rachel" í höfuðið á persónu eins vinsælasta gamanþáttar tímabilsins, Friends. Enn voru fjögur ár í að Jennifer Aniston sem lék umrædda Rachel giftist kyntröllinu Brad Pitt svo hjörtu kvenna með flatara hár brustu. Níu ár voru í að þau skildu. Árið 1996 rispaði ég stuðarann á Volvónum hans pabba, nýkomin með bílpróf. Anna Mjöll söng Sjúbbídú. Þá fæddist fyrsta klónaða spendýrið, kindin Dollý. Fimm ár voru í að Smáralind opnaði. Google var aðeins óbreytt rannsóknarverkefni tveggja nörda í Stanford-háskóla. Fólk var nýhætt að hlusta á kassettur. Tölvufyrirtækið Apple var á barmi gjaldþrots og iPod og iPhone voru aðeins rafmagn milli heilafrumna í höfðinu á Steve nokkrum Jobs. Þeir sem fæddust árið 1996 hefja nú senn nám í framhaldsskóla. Þeir sem fjölguðu mannkyninu árið 1996 mega fara að búa sig undir rispur á stuðurum bíla sinna. Árið 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn í embætti forseta Íslands. Hefur hann setið af sér alla helstu lýðræðislega kjörnu þjóðarleiðtoga heimsins. Meira að segja Pútín. Hann hefur séð góðæri koma og fara, stríð koma og fara, hárið á Jennifer Aniston fletjast út og nú síðast flannelskyrtur og Dr. Martens koma aftur í tísku. Ólafur Ragnar hefur setið af sér heila tískuhringrás, heilu stjörnuhjónaböndin, heilu tæknibyltingarnar. Er þetta ekki orðið gott? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun
Árið 1996 hófst á mánudegi. Íslendingar voru 267.958 að tölu. Bíómiði kostaði 550 krónur. Mánaðaráskrift að Morgunblaðinu kostaði 1.700 krónur. Fréttablaðið var ekki til. Árið 1996 átti Davíð Oddsson eftir að vera forsætisráðherra í átta ár. Ólafur Skúlason var biskup. Jóhanna Sigurðardóttir fór fyrir Þjóðvaka. Það var herstöð á Miðnesheiði. Enn voru sex ár í einkavæðingu bankanna. Tólf ár í Hrunið. Árið 1996 var John Major forsætisráðherra Bretlands, Yasser Arafat forseti heimastjórnar Palestínumanna, Helmut Kohl kanslari Þýskalands. Fimm ár voru í árásirnar á tvíburaturnana í New York. Sjö ár í Íraksstríðið. Árið 1996 voru tvö ár liðin frá því Kurt Cobain fyrirfór sér. Flannelskyrtur og Dr. Martens skór grunge-tímabilsins tóku að víkja fyrir míní-pilsum og klumbuskóm eins og stúlknabandið Spice Girls klæddist er þær gáfu út fyrstu smáskífu sína. Ökklabrot færðust í aukana. Hár flæktist í burstum um heim allan er konur reyndu að öðlast hinn heilaga kaleik: greiðslu sem bauð þyngdaraflinu birginn og nefndist „Rachel" í höfuðið á persónu eins vinsælasta gamanþáttar tímabilsins, Friends. Enn voru fjögur ár í að Jennifer Aniston sem lék umrædda Rachel giftist kyntröllinu Brad Pitt svo hjörtu kvenna með flatara hár brustu. Níu ár voru í að þau skildu. Árið 1996 rispaði ég stuðarann á Volvónum hans pabba, nýkomin með bílpróf. Anna Mjöll söng Sjúbbídú. Þá fæddist fyrsta klónaða spendýrið, kindin Dollý. Fimm ár voru í að Smáralind opnaði. Google var aðeins óbreytt rannsóknarverkefni tveggja nörda í Stanford-háskóla. Fólk var nýhætt að hlusta á kassettur. Tölvufyrirtækið Apple var á barmi gjaldþrots og iPod og iPhone voru aðeins rafmagn milli heilafrumna í höfðinu á Steve nokkrum Jobs. Þeir sem fæddust árið 1996 hefja nú senn nám í framhaldsskóla. Þeir sem fjölguðu mannkyninu árið 1996 mega fara að búa sig undir rispur á stuðurum bíla sinna. Árið 1996 var Ólafur Ragnar Grímsson kosinn í embætti forseta Íslands. Hefur hann setið af sér alla helstu lýðræðislega kjörnu þjóðarleiðtoga heimsins. Meira að segja Pútín. Hann hefur séð góðæri koma og fara, stríð koma og fara, hárið á Jennifer Aniston fletjast út og nú síðast flannelskyrtur og Dr. Martens koma aftur í tísku. Ólafur Ragnar hefur setið af sér heila tískuhringrás, heilu stjörnuhjónaböndin, heilu tæknibyltingarnar. Er þetta ekki orðið gott?