Þekkist ekki lengur úti á götu 20. mars 2012 07:00 Smári er byrjaður að safna fyrir Mottumars. Mynd/Anton „Það er mjög þungu fargi af mér létt. Ég var að spá í að setja sílíkon í hökuna til að jafna út þungann," segir Smári Tarfur Jósepsson. Gítarleikarinn snjalli er búinn að raka af sér alskeggið sem hann hefur verið með á andlitinu nánast samfleytt síðan 1994, eða í átján ár. Skeggið hefur verið einkennismerki hans en nú er svo komið að hann þekkist ekki úti á götu. „Nú er ekki glápt á mann og hneykslast lengur. Skeggið er heldur ekki að fjúka framan í mig eins og vildi gjarnan gerast." Það voru þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir sem eru með honum í hljómsveitinni Ylju sem áttu þátt í þessari stóru ákvörðun. „Þær hafa ýtt mér út í margt skemmtilegt og framandi, þar á meðal mottuna góðu. Best finnst mér þó að þær eru ákaflega hæfileikaríkir gítarleikarar og samvinna mín við þær hefur ýtt mér til þess að verða enn betri á gítar sjálfur," segir Smári, sem er einna þekktastur fyrir samstarf sitt með rappsveitinni Quarashi. Í stað alskeggsins er Smári kominn með forláta mottu og er þegar byrjaður að safna fyrir Mottumars. Hægt er að sjá síðuna hans hér. „Það er ákveðinn húmor í mottunni sem mér finnst skemmtilegur. Það blundar líka í manni mikill Þjóðverji. Ég var alltaf rosalegur Detlef Schrempf-aðdáandi í gamla daga," segir hann hress og á við þýska NBA-leikmanninn. „Svo hef ég ekki séð hökuna á mér síðan rétt um tvítugt. Ég hélt að það væri bara krepptur hnefi þarna undir." - fb Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira
„Það er mjög þungu fargi af mér létt. Ég var að spá í að setja sílíkon í hökuna til að jafna út þungann," segir Smári Tarfur Jósepsson. Gítarleikarinn snjalli er búinn að raka af sér alskeggið sem hann hefur verið með á andlitinu nánast samfleytt síðan 1994, eða í átján ár. Skeggið hefur verið einkennismerki hans en nú er svo komið að hann þekkist ekki úti á götu. „Nú er ekki glápt á mann og hneykslast lengur. Skeggið er heldur ekki að fjúka framan í mig eins og vildi gjarnan gerast." Það voru þær Guðný Gígja Skjaldardóttir og Bjartey Sveinsdóttir sem eru með honum í hljómsveitinni Ylju sem áttu þátt í þessari stóru ákvörðun. „Þær hafa ýtt mér út í margt skemmtilegt og framandi, þar á meðal mottuna góðu. Best finnst mér þó að þær eru ákaflega hæfileikaríkir gítarleikarar og samvinna mín við þær hefur ýtt mér til þess að verða enn betri á gítar sjálfur," segir Smári, sem er einna þekktastur fyrir samstarf sitt með rappsveitinni Quarashi. Í stað alskeggsins er Smári kominn með forláta mottu og er þegar byrjaður að safna fyrir Mottumars. Hægt er að sjá síðuna hans hér. „Það er ákveðinn húmor í mottunni sem mér finnst skemmtilegur. Það blundar líka í manni mikill Þjóðverji. Ég var alltaf rosalegur Detlef Schrempf-aðdáandi í gamla daga," segir hann hress og á við þýska NBA-leikmanninn. „Svo hef ég ekki séð hökuna á mér síðan rétt um tvítugt. Ég hélt að það væri bara krepptur hnefi þarna undir." - fb
Lífið Mest lesið „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Lífið Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi Lífið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Lífið Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Lífið Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? Lífið samstarf „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Lífið samstarf Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið Fleiri fréttir Aðstoðarmennirnir og ástin Vefur um útivist í loftið Vetrarhátíð með gagnvirkri ljósasýningu hefst í dag Stjórnarandstaðan hræðist ekkert meðan ríkisstjórnin þori ekki út úr húsi „Ég var mjög reiður út í heiminn í marga mánuði“ Einhvern tímann var allt fyrst Berglind Festival, Hallgrímur Helga og Unnsteinn á sumarhryllingnum Mamma mætti á frumsýningu Fjallsins Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Sjá meira