Hasarleikarinn Jason Statham kveðst ekki njóta aðstoðar umboðsmanns vegna þess að hann kýs að sjá um þau mál sjálfur.
Blaðamaður tímaritsins Detail spurði leikarann hvort hann liti á sig sem vörumerki og svaraði Statham því neitandi.
„Nei, af hverju ætti ég að gera það? Kim Kardashian er vörumerki, ekki ég," sagði leikarinn og bætti við að það hefði verið algjörlega tilgangslaust fyrir hann að ráða til sín umboðsmann og því stjórnaði hann sér sjálfur.
