Poppdrottning snýr aftur 22. mars 2012 11:00 Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is Golden Globes Lífið Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira
Madonna er mætt til leiks enn á ný með sína tólftu hljóðversplötu. Hún er sú fyrsta á ferli hennar sem kemur ekki út hjá Warner. Tólfta hljóðversplata Madonnu heitir MDNA og er hennar fyrsta í fjögur ár, eða síðan Hard Candy kom út. Sú fór beint á toppinn í 37 löndum og seldist í fjórum milljónum eintaka. Útgáfan er samstarfsverkefni þriggja fyrirtækja, eða Boy Toy sem er í eigu Madonnu, Live Nation Entertainment og Interscope Records. Þar með verður þetta fyrsta platan á löngum ferli Madonnu sem kemur ekki út hjá Warner Bros. Records sem hún samdi við árið 1982. Fyrsta smáskífulagið, Give Me All Your Luvin', kom út í byrjun febrúar þar sem gestasöngkonur voru Nicki Minaj og M.I.A. Þær sungu einmitt með Madonnu í hálfleik Ofurskálar bandaríska fótboltans. Lagið fór beint í efsta sæti danslista Billboard og er 41. lag Madonnu sem nær þeim árangri. Annað smáskífulagið sem er nýkomið út heitir Girl Gone Wild. Hægt er að sjá myndbandið við það hér fyrir ofan en við vörum við því að það hefur farið fyrir brjóstið á mörgum. Lagið Masterpiece er einnig á plötunni. Það fékk Golden Globe-verðlaunin fyrr á árinu en það hljómar í kvikmyndinni W.E. sem Madonna leikstýrði. Söngkonan, sem verður 54 ára í ágúst, tók MDNA upp í New York og Los Angeles í samstarfi við William Orbit sem vann með henni við hina vinsælu Ray of Light sem kom út 1998 og hefur selst í um tuttugu milljónum eintaka. Tveir aðrir upptökustjórar sem eru einnig þekktir fyrir elektrónískt popp, Frakkinn Martin Solveig og Ítalinn Marco „Benny" Benassi, eiga einnig stóran þátt í plötunni. MDNA, sem kemur út eftir helgi, hefur fengið góða dóma. Rolling Stone gefur henni þrjár og hálfa stjörnu og heldur því fram að Madonna geri upp skilnað sinn við leikstjórann Guy Ritchie á plötunni. The Independent gefur plötunni fjórar stjörnur og segir að Madonna sé enn drottning poppsins, Lady Gaga eigi ekkert í hana. Blaðamaður Billboard fullyrðir það sama í umfjöllun sinni. Eins og svo oft áður ætlar Madonna í risavaxna tónleikaferð um heiminn til að fylgja plötunni eftir. Hún hefst í Ísrael 29. maí og lýkur 20. nóvember í borginni Miami. freyr@frettabladid.is
Golden Globes Lífið Mest lesið Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Lífið Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar Lífið Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Lífið Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Lífið Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Lífið Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Lífið Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Lífið Páskaleg og fersk marengsbomba Lífið Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Lífið Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Lífið Fleiri fréttir Erfitt að njóta kynlífs í líkama sem við höfum lært að hata Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Blómin í veisluskreytingunni fara svo út í garð og blómstra áfram Stóra stundin runnin upp hjá Sigrúnu Ósk Stjörnulífið: Skvísurnar stálu senunni Sendi syninum stöðugt óbein skilaboð um að hann elskaði hann ekki Fékk afsökunarbeiðni frá SNL eftir „illkvittinn og ófyndinn“ skets Ítalskur heilafúi dreifir sér um heimsbyggðina Laufey tróð upp á Coachella Sjóðheit stemning og fróunarklefinn frumsýndur Bein útsending: Páskabingó Blökastsins Greiddi niður 16 milljón króna skuldir á tæpu ári Krakkatían: Gaulverjabær, páskaegg og hljóðfæri „Þeir ætluðu að kála okkur og ræna okkur“ Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Sjá meira