Söngkonan Rihanna segist njóta þess að borða góðan mat en poppkorn er í mestu uppáhaldi hjá henni um þessar mundir.
„Uppáhaldsmaturinn minn þessa stundina er örbylgjupopp með smjöri. Þegar ég er í London er ég umkringd ekta mat frá Jamaíka og borða þess háttar mat á hverjum einasta degi," sagði söngkonan vinsæla í viðtali við tímaritið Women's Fitness.
Í öðrum fréttum af söngkonunni þá heldur vefmiðillinn TMZ.com því fram að Rihanna eigi vingott með hinum nýfráskilda Ashton Kutcher. Talsmenn beggja neita þó sögusögnunum.
