Sharon Stone og kólumbíska leikkonan Sofia Vergara úr sjónvarpsþáttunum Modern Family leika tvíkynhneigðar ástkonur í nýrri gamanmynd. Stone leikur lækni sem fer í ástarleik með Vergara og persónu úr fylgdarþjónustu sem John Turturro leikur. Myndin nefnist Fading Gigolo og hefjast tökur í New York í apríl. Turturro verður einnig leikstjóri, auk þess sem annar kunnur leikstjóri, Woody Allen, fer með lítið hlutverk melludólgs.
Stone er ekki ókunnug lesbískum kvikmyndasenum því hún sængaði með konu í spennumyndinni Basic Instinct og lék ástkonu Ellen DeGeneres í sjónvarpsmyndinni If These Walls Could Talk.
