Tilkomumikil hávaðamessa Trausti Júlíusson skrifar 10. apríl 2012 10:00 Tónlist. Bæn. AMFJ. AMFJ er listamannsnafn Aðalsteins Jörundssonar. Hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir öfluga og á köflum ofsafengna frammistöðu á tónleikum. AMFJ (nafnið ku vera skammstöfun fyrir „Aðalsteinn Mother Fucking Jörundsson") gaf út kassettuna Itemhljóð og veinan árið 2009, en Bæn er hans fyrsta útgáfa á geisladiski. Það má segja að ýktur krafturinn á tónleikunum skili sér vel yfir á diskinn. Eins og áður segir heitir platan Bæn og á umslaginu er AMFJ-lógóið með krossi yfir. Minnir á kirkju. Þetta eru samt engir gospel-söngvar. Tónlist AMFJ er tilraunakennd og hávaðasöm raftónlist. Platan er sjö laga. Fyrsta lagið, Útburður umskiptingur, byrjar á barnsgráti sem stigmagnast og þróast út í agressíft óhljóðaverk. Annað lagið Öldungur er tiltölulega rólegt, en hamagangurinn tekur aftur við í þriðja laginu Mammón. Í því öskrar Aðalsteinn yfir háværa „industrial"-takta, röddin er bjöguð og hljómar nánast eins og andsetin. Þó að platan sé unnin í tölvu, þá er suð í sumum lögunum, sem minnir á suðið í gömlum kassettum – skemmtilegt smáatriði. Platan virkar best spiluð hátt og verður þá yfirþyrmandi. Það er ekki margt kristilegt við bæn Aðalsteins, en þó er ég ekki frá því að það megi heyra smá vísun í kirkjulegan kórsöng í lokalaginu, Húsið andar. Á heildina litið er þetta flott plata, þó að tónlistin sé krefjandi og höfði sjálfsagt ekki til mjög margra. Niðurstaða: Allt öðruvísi bænastund. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Bæn. AMFJ. AMFJ er listamannsnafn Aðalsteins Jörundssonar. Hann hefur vakið athygli undanfarin ár fyrir öfluga og á köflum ofsafengna frammistöðu á tónleikum. AMFJ (nafnið ku vera skammstöfun fyrir „Aðalsteinn Mother Fucking Jörundsson") gaf út kassettuna Itemhljóð og veinan árið 2009, en Bæn er hans fyrsta útgáfa á geisladiski. Það má segja að ýktur krafturinn á tónleikunum skili sér vel yfir á diskinn. Eins og áður segir heitir platan Bæn og á umslaginu er AMFJ-lógóið með krossi yfir. Minnir á kirkju. Þetta eru samt engir gospel-söngvar. Tónlist AMFJ er tilraunakennd og hávaðasöm raftónlist. Platan er sjö laga. Fyrsta lagið, Útburður umskiptingur, byrjar á barnsgráti sem stigmagnast og þróast út í agressíft óhljóðaverk. Annað lagið Öldungur er tiltölulega rólegt, en hamagangurinn tekur aftur við í þriðja laginu Mammón. Í því öskrar Aðalsteinn yfir háværa „industrial"-takta, röddin er bjöguð og hljómar nánast eins og andsetin. Þó að platan sé unnin í tölvu, þá er suð í sumum lögunum, sem minnir á suðið í gömlum kassettum – skemmtilegt smáatriði. Platan virkar best spiluð hátt og verður þá yfirþyrmandi. Það er ekki margt kristilegt við bæn Aðalsteins, en þó er ég ekki frá því að það megi heyra smá vísun í kirkjulegan kórsöng í lokalaginu, Húsið andar. Á heildina litið er þetta flott plata, þó að tónlistin sé krefjandi og höfði sjálfsagt ekki til mjög margra. Niðurstaða: Allt öðruvísi bænastund.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira