Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður fór að venju fram um páskana og þótti afar vel lukkuð. Einhverjir áttu þó erfitt með að komast aftur til Reykjavíkur að hátíðinni lokinni sökum veðurs.
Fjöldi tónlistarmanna og hljómsveita kom fram á hátíðinni í ár og var Krummi Björgvinsson á meðal þeirra. Krummi kom fram með hljómsveit sinni Legend og átti frábæra tónleika þrátt fyrir handleggsbrot.
Á fésbókarsíðu sinni sagði tónlistarmaðurinn að hann hefði handleggsbrotnað í kjölfarið á rótaraslysi. Söngkonan Þórunn Antonía Magnúsdóttir varð fyrir því óhappi að týna farsíma sínum á heimavist Menntaskólans á Ísafirði og auglýsti eftir honum á fésbókinni.
Vel heppnuð hátíð

Mest lesið

Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur
Tíska og hönnun







Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju
Lífið samstarf

