Sakhæfismat gleður Breivik 11. apríl 2012 06:00 Anders Behring Breivik fagnar því að geðlæknar hafa úrskurðað hann sakhæfan, þvert á fyrra mat. Dómurinn mun taka afstöðu til sakhæfisins, en Breivik undirbýr nú vitnisburð sinn. Lögmaður Breiviks segir hann sjá eftir að hafa ekki náð að ganga lengra.Fréttablaðið/AP Noregur Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Breivik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknarhugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikilvægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæfur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum," hefur Aftonposten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sakborningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt." Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun." Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niðurstöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtölum við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftirliti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannarlega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til réttarhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Noregur Ný skýrsla tveggja geðlækna sem kynnt var í gær kemst að þeirri niðurstöðu að norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hafi verið með réttu ráði þegar hann myrti 77 manns í tveimur hryðjuverkaárásum hinn 22. júlí síðastliðinn og sé enn heill á geði. Mat læknanna Terje Tørrisen og Agnars Aspaas gengur þvert á annað sakhæfismat sem gert var í lok síðasta árs þar sem tveir aðrir geðlæknar komust að þeirri niðurstöðu að Breivik hefði verið haldinn geðklofa með ofsóknarhugmyndum og því ekki ábyrgur gjörða sinna þegar hann framdi illvirki sín. Geir Lippestad, lögmaður Breiviks, sagði í samtali við fjölmiðla í gær að umbjóðandi hans væri ánægður með niðurstöðuna, en hún hefði þó verið viðbúin. Breivik hefði þótt mikilvægt að fá jákvætt sakhæfismat, en hann varð æfur þegar hann var úrskurðaður ósakhæfur og sagði í bréfi til fjölmiðla að hann væri ekki veikur á geði og höfundar þeirrar skýrslu hefðu skáldað meirihlutann af því sem þar kom fram. „Nú undirbýr hann yfirlýsinguna sem hann hyggst flytja fyrir réttinum," hefur Aftonposten eftir Lippestad um Breivik. „Yfirleitt fer þetta fram þannig að verjandi spyr og sakborningur svarar, en svo verður ekki að þessu sinni. Hann hefur ákveðnar skoðanir á því hvernig hann tjáir sig og hann mun gera það á sinn hátt." Gert er ráð fyrir að vitnisburður Breiviks taki um fimm daga, en Lippestad segir að hann muni jafnvel biðja um aukinn tíma. Hann segist ekki geta spáð fyrir um hvað muni koma fram í vitnisburði Breiviks, en segir að ekki sé reiknað með að hann muni tjá eftirsjá. „Hann mun sennilega segja að hann hefði átt að ganga lengra. Það er erfitt að útskýra, en ég gef þetta upp til að undirbúa það sem koma mun." Nýja sakhæfismatið mun ekki ógilda hið fyrra og verða bæði lögð fyrir dóminn sem mun skera úr um hvort hann sé sakhæfur. Verði hann úrskurðaður ósakhæfur mun hann verða dæmdur til vistar á geðsjúkrahúsi. Geðlæknarnir tveir sem kynntu skýrslu sína í gær tiltóku engin smáatriði úr niðurstöðum sínum. Þeir byggðu mat sitt á viðtölum við Breivik og þriggja vikna stöðugu eftirliti með honum á geðsjúkrahúsinu Illa þar sem hann hefur verið í haldi frá því að hann framdi ódæðin. Meginniðurstaðan er þó að Breivik hafi sannarlega verið sjálfrátt, bæði fyrir og á meðan hann framdi glæpina og eins meðan á matinu stóð. Þeir taka einnig fram að talsverðar líkur séu á því að að hann muni beita ofbeldi á ný fái hann tækifæri til þess. Nú eru einungis fimm dagar þangað til réttarhöldin hefjast og þau munu að öllum líkindum standa í tíu vikur. thorgils@frettabladid.is
Hryðjuverk í Útey Noregur Mest lesið Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira