Kvikmyndin Contraband, sem kom út í Bandaríkjunum í upphafi árs, er ein vinsælasta mynd ólöglegu deilisíðunnar The Pirate Bay.
Eftir að hafa verið þar efst á lista yfir mest sóttu myndirnar um páskahelgina er hún nú komin niður í það þriðja.
Myndin, sem er endurgerð Baltasars Kormáks á íslensku myndinni Reykjavík Rotterdam, skartar þeim þeim Mark Wahlberg og Kate Beckinsale í aðalhlutverkum. Hún hefur fengið góðar viðtökur vestanhafs og greinilegt að fólk alls staðar að úr heiminum hefur áhuga á að horfa á hana, þó ekki séu allir til í að greiða fyrir áhorfið.
Mest stolið um páskana
