Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur líklega verið að flýta sér aðeins um of á fund ríkisstjórnarinnar í gærmorgun.
Hann gætti ekki betur að sér en svo þegar hann kom akandi inn á bílaplanið fyrir utan stjórnarráðshúsið á svarta BMW-ráðuneytisjeppanum að hann lenti í árekstri við rauðan KIA-jeppling.
Sá er í eigu Oddnýjar Harðardóttur, samflokkskonu hans og kollega í ríkisstjórn Íslands. Ráðherrarnir tveir tóku samstuðinu af æðruleysi, enda sá ekki mikið á bílunum og enn minna á ökumönnunum. -sh
