Norah prófar eitthvað nýtt Trausti Júlíusson skrifar 16. maí 2012 11:00 Little Broken Hearts. Norah Jones. Little Broken Hearts er fyrsta plata Noruh Jones síðan The Fall kom út fyrir þremur árum. Í millitíðinni gerði hún meðal annars plötu með kántríbandinu sínu The Little Willies og söng inn á samstarfsplötuna Rome með Danger Mouse og Daniele Luppi. Nýja platan hennar er einmitt gerð með Danger Mouse, en á henni er Norah að prófa nýja hluti. Norah Jones sló í gegn með fyrstu plötunni sinni Come Away With Me árið 2002 sem er búin að seljast í yfir 25 milljónum eintaka. Á henni var mjúk og róleg blanda af poppi og djassi. Á nýju plötunni eru djassáhrifin í lágmarki en poppið er litað af hljóðheimi Danger Mouse sem semur öll lögin með Noruh. Það er samt enginn æsingur á þessari plötu. Norah er ennþá á rólegu nótunum og söngröddin hennar er jafn sæt og áður. Little Broken Hearts er ekki slæm plata. Samstarfið gengur alveg upp. Í flottustu lögunum hefur Danger Mouse átt við sándið með góðum árangri, t.d. í Say Goodbye, 4 Broken Hearts og All A Dream. Blöðrubassasándið í því síðastnefnda er mjög flott. Það sem dregur plötuna samt svolítið niður er að lagasmíðarnar sjálfar eru ekkert sérstaklega sterkar.Danger Mouse semur öll lögin með Noruh Jones á nýjustu plötu hennar.Á heildina litið er þetta þokkalegasta plata sem aðdáendur Noruh ættu að vera sáttir við. Niðurstaða: Danger Mouse býr til nýja bakgrunn fyrir ljúfa poppið hennar Noruh Jones. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Little Broken Hearts. Norah Jones. Little Broken Hearts er fyrsta plata Noruh Jones síðan The Fall kom út fyrir þremur árum. Í millitíðinni gerði hún meðal annars plötu með kántríbandinu sínu The Little Willies og söng inn á samstarfsplötuna Rome með Danger Mouse og Daniele Luppi. Nýja platan hennar er einmitt gerð með Danger Mouse, en á henni er Norah að prófa nýja hluti. Norah Jones sló í gegn með fyrstu plötunni sinni Come Away With Me árið 2002 sem er búin að seljast í yfir 25 milljónum eintaka. Á henni var mjúk og róleg blanda af poppi og djassi. Á nýju plötunni eru djassáhrifin í lágmarki en poppið er litað af hljóðheimi Danger Mouse sem semur öll lögin með Noruh. Það er samt enginn æsingur á þessari plötu. Norah er ennþá á rólegu nótunum og söngröddin hennar er jafn sæt og áður. Little Broken Hearts er ekki slæm plata. Samstarfið gengur alveg upp. Í flottustu lögunum hefur Danger Mouse átt við sándið með góðum árangri, t.d. í Say Goodbye, 4 Broken Hearts og All A Dream. Blöðrubassasándið í því síðastnefnda er mjög flott. Það sem dregur plötuna samt svolítið niður er að lagasmíðarnar sjálfar eru ekkert sérstaklega sterkar.Danger Mouse semur öll lögin með Noruh Jones á nýjustu plötu hennar.Á heildina litið er þetta þokkalegasta plata sem aðdáendur Noruh ættu að vera sáttir við. Niðurstaða: Danger Mouse býr til nýja bakgrunn fyrir ljúfa poppið hennar Noruh Jones.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira