Kominn úr jakkafötunum og aftur í strigaskóna 16. maí 2012 12:00 „Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?" segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Hann er kominn á bólakaf í tónlistina á nýjan leik eftir sjálfskipaða útlegð úr bransanum. Hann semur tónlistina á væntanlegri sólóplötu rapparans Tiny en fyrsta lagið af henni, 1000 Eyes, kom út í gær (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan). Sölvi er einnig maðurinn á bak við regnhlífarverkefnið Halleluwah þar sem hann vinnur með hinum ýmsu röppurum og þar er plata sömuleiðis í vinnslu. Sölvi hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár. Fyrst stundaði hann þar nám í hagfræði en núna sinnir hann hagfræðirannsóknum fyrir Stokkhólmsháskóla og seðlabankann í Svíþjóð. Þessar rannsóknir kveiktu einmitt í honum neistann á nýjan leik. „Einn góðan veðurdag, eða fyrir einu og hálfu ári, fékk ég nóg. Ég tók mér eins og hálfsmánaðar pásu og vann ógeðslega mikið af nýjum hugmyndum og þær eru að verða að veruleika núna," segir hann og heldur áfram: „Quarashi-endurkoman á síðasta ári ruglaði alveg í hausnum á mér. Ég var búinn að kveðja þetta allt saman en er núna kominn á bólakaf í þetta aftur." Hljómsveitin Quarashi hætti árið 2005 og eftir það tók Sölvi þátt í að semja fyrir Silvíu Nótt. „Síðan hef ég eiginlega ekki gert neitt fyrr en mér var hent upp á svið í Quarashi-endurkomu. Maður var eiginlega í taugaáfalli en þetta var rosalega skemmtilegt." Halleluwah-verkefnið leggst vel í Sölva. Þar vinnur hann með alls konar fólki, þar á meðal sænska rapparanum Eboi og hinum íslensku Tiny og Opee. „Þetta verður „sixtís"-þema í bland við hipp hopp," greinir hann frá og bætir við að tónlistin verði tilraunakenndari en aðdáendur Quarashi eigi að venjast. Fyrsta smáskífulagið frá Halleluwah, K2R, kemur út í byrjun júní með Tiny við hljóðnemann. Aðspurður segir Sölvi að tónlistin og hagfræðirannsóknirnar fari vel saman. „Ég sit voða mikið og reikna. Síðan er eins og einhver djöfull vaxi inni í mér og þá er bara tvennt í stöðunni, að gera eins Murakami [japanski rithöfundurinn] gerir, að fara út að hlaupa eða semja tónlist." Sölvi gerir reyndar hvort tveggja því hann stefnir á að taka þátt í Stokkhólmsmaraþoninu í lok mánaðarins, þ.e. ef hann hefur tíma. „Þetta er dýrt hobbý," segir hann um tónlistina. „Sumir fara í lax en þetta er bara það sem ég elska að gera." Þrátt fyrir að hafa reynt að segja skilið við tónlistarbakteríuna dugði það ekki til. „Ég fór meira að segja í jakkaföt en síðan missti ég mig aftur. Ég er kominn aftur í strigaskóna." freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
„Ég fékk þessa veiki aftur og af hverju ekki bara að kýla á það?" segir tónlistarmaðurinn og hagfræðingurinn Sölvi Blöndal. Hann er kominn á bólakaf í tónlistina á nýjan leik eftir sjálfskipaða útlegð úr bransanum. Hann semur tónlistina á væntanlegri sólóplötu rapparans Tiny en fyrsta lagið af henni, 1000 Eyes, kom út í gær (hægt er að hlusta á það hér fyrir ofan). Sölvi er einnig maðurinn á bak við regnhlífarverkefnið Halleluwah þar sem hann vinnur með hinum ýmsu röppurum og þar er plata sömuleiðis í vinnslu. Sölvi hefur verið búsettur í Svíþjóð undanfarin ár. Fyrst stundaði hann þar nám í hagfræði en núna sinnir hann hagfræðirannsóknum fyrir Stokkhólmsháskóla og seðlabankann í Svíþjóð. Þessar rannsóknir kveiktu einmitt í honum neistann á nýjan leik. „Einn góðan veðurdag, eða fyrir einu og hálfu ári, fékk ég nóg. Ég tók mér eins og hálfsmánaðar pásu og vann ógeðslega mikið af nýjum hugmyndum og þær eru að verða að veruleika núna," segir hann og heldur áfram: „Quarashi-endurkoman á síðasta ári ruglaði alveg í hausnum á mér. Ég var búinn að kveðja þetta allt saman en er núna kominn á bólakaf í þetta aftur." Hljómsveitin Quarashi hætti árið 2005 og eftir það tók Sölvi þátt í að semja fyrir Silvíu Nótt. „Síðan hef ég eiginlega ekki gert neitt fyrr en mér var hent upp á svið í Quarashi-endurkomu. Maður var eiginlega í taugaáfalli en þetta var rosalega skemmtilegt." Halleluwah-verkefnið leggst vel í Sölva. Þar vinnur hann með alls konar fólki, þar á meðal sænska rapparanum Eboi og hinum íslensku Tiny og Opee. „Þetta verður „sixtís"-þema í bland við hipp hopp," greinir hann frá og bætir við að tónlistin verði tilraunakenndari en aðdáendur Quarashi eigi að venjast. Fyrsta smáskífulagið frá Halleluwah, K2R, kemur út í byrjun júní með Tiny við hljóðnemann. Aðspurður segir Sölvi að tónlistin og hagfræðirannsóknirnar fari vel saman. „Ég sit voða mikið og reikna. Síðan er eins og einhver djöfull vaxi inni í mér og þá er bara tvennt í stöðunni, að gera eins Murakami [japanski rithöfundurinn] gerir, að fara út að hlaupa eða semja tónlist." Sölvi gerir reyndar hvort tveggja því hann stefnir á að taka þátt í Stokkhólmsmaraþoninu í lok mánaðarins, þ.e. ef hann hefur tíma. „Þetta er dýrt hobbý," segir hann um tónlistina. „Sumir fara í lax en þetta er bara það sem ég elska að gera." Þrátt fyrir að hafa reynt að segja skilið við tónlistarbakteríuna dugði það ekki til. „Ég fór meira að segja í jakkaföt en síðan missti ég mig aftur. Ég er kominn aftur í strigaskóna." freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ Lífið „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Lífið Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Lífið Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Lífið Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Lífið Langskemmtilegast að vera alveg sama Tíska og hönnun Fleiri fréttir Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið
Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Lífið