Alltumlykjandi og áhrifarík Trausti Júlíusson skrifar 25. maí 2012 12:00 Tónlist. Sigur Rós. Valtari. Á síðustu plötu Sigur Rósar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, kvað við nýjan tón hjá hljómsveitinni í lögum eins og Gobbledigook og Inní mér syngur vitleysingur. Við Sigur Rósarhljóminn hafði meðal annars verið bætt æstum töktum og öðruvísi röddum. Maður fékk það á tilfinninguna að sveitin hefði stigið eitt skref í áttina að einhverju allt öðru heldur en hún hafði verið að gera fram að því. Það kom þess vegna mikið á óvart þegar nýja platan, Valtari, fór í spilarann í fyrsta skipti að tónlistin á henni minnir meira á gömlu Sigur Rósarplötunar heldur en Suðið. Og það verður að segjast eins og er að fyrsta rennslið olli vonbrigðum. Þegar maður er hins vegar búinn að jafna sig á sjokkinu og stilla skynjarana upp á nýtt þá vex Valtarinn (plata sem ber ekki nafn með rentu) við hverja hlustun og marglaga og innlifunarkennd tónlistin fer að ná til manns. Valtari er í raun andstæða Suðsins. Hún er innhverf og hæg. Það eru engir poppslagarar á henni, bara stemningsfull og alltumlykjandi verk. Og það eru engar trommur í mörgum laganna. Þó að yfirbragðið minni á gömlu plöturnar, og sum lögin hafi svipaða stigmögnun og maður hefur heyrt áður hjá sveitinni (sérstaklega lagið Varúð), þá eru heildaráhrifin ólík. Sigur Rósarmenn hafa nostrað við hljóðheiminn, oft með hrífandi árangri. Í lögunum Dauðalogn og Varðeldur syngur The Sixteen-kórinn með hljómsveitinni og útkoman er í báðum tilfellum mögnuð. Önnur uppáhaldslög á plötunni eru Ekki múkk, sem er einfalt en áhrifaríkt, titillagið Valtari og lokalagið Fjögur píanó. Þau tvö síðastnefndu eru nánast hrein ambient-verk. Á heildina litið er Valtari fín plata. Hún kemur á óvart, hún er svolítið seintekin og hún krefst fullrar athygli hlustandans. Gefi maður henni sjéns uppsker maður hins vegar ríkulega. Niðurstaða: Sigur Rós tekur stóra beygju með rólegri og hrífandi plötu.Aths. Vegna mistaka voru birtar þrjár stjörnur við dóminn í Fréttablaðinu í dag. Gagnrýnandi gaf henni aftur á móti fjórar stjörnur. Beðist er afsökunar á þessu. Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira
Tónlist. Sigur Rós. Valtari. Á síðustu plötu Sigur Rósar, Með suð í eyrum við spilum endalaust, kvað við nýjan tón hjá hljómsveitinni í lögum eins og Gobbledigook og Inní mér syngur vitleysingur. Við Sigur Rósarhljóminn hafði meðal annars verið bætt æstum töktum og öðruvísi röddum. Maður fékk það á tilfinninguna að sveitin hefði stigið eitt skref í áttina að einhverju allt öðru heldur en hún hafði verið að gera fram að því. Það kom þess vegna mikið á óvart þegar nýja platan, Valtari, fór í spilarann í fyrsta skipti að tónlistin á henni minnir meira á gömlu Sigur Rósarplötunar heldur en Suðið. Og það verður að segjast eins og er að fyrsta rennslið olli vonbrigðum. Þegar maður er hins vegar búinn að jafna sig á sjokkinu og stilla skynjarana upp á nýtt þá vex Valtarinn (plata sem ber ekki nafn með rentu) við hverja hlustun og marglaga og innlifunarkennd tónlistin fer að ná til manns. Valtari er í raun andstæða Suðsins. Hún er innhverf og hæg. Það eru engir poppslagarar á henni, bara stemningsfull og alltumlykjandi verk. Og það eru engar trommur í mörgum laganna. Þó að yfirbragðið minni á gömlu plöturnar, og sum lögin hafi svipaða stigmögnun og maður hefur heyrt áður hjá sveitinni (sérstaklega lagið Varúð), þá eru heildaráhrifin ólík. Sigur Rósarmenn hafa nostrað við hljóðheiminn, oft með hrífandi árangri. Í lögunum Dauðalogn og Varðeldur syngur The Sixteen-kórinn með hljómsveitinni og útkoman er í báðum tilfellum mögnuð. Önnur uppáhaldslög á plötunni eru Ekki múkk, sem er einfalt en áhrifaríkt, titillagið Valtari og lokalagið Fjögur píanó. Þau tvö síðastnefndu eru nánast hrein ambient-verk. Á heildina litið er Valtari fín plata. Hún kemur á óvart, hún er svolítið seintekin og hún krefst fullrar athygli hlustandans. Gefi maður henni sjéns uppsker maður hins vegar ríkulega. Niðurstaða: Sigur Rós tekur stóra beygju með rólegri og hrífandi plötu.Aths. Vegna mistaka voru birtar þrjár stjörnur við dóminn í Fréttablaðinu í dag. Gagnrýnandi gaf henni aftur á móti fjórar stjörnur. Beðist er afsökunar á þessu.
Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Fleiri fréttir Vók Ofurmenni slaufað Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Sjá meira