Landsfaðirinn Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. júní 2012 06:00 Fyrstu kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands fóru fram á sunnudagskvöld. Í þeim steig Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur stórt skref í átt að tryggja sér starfið í fjögur ár til viðbótar þar sem aðrir þátttakendur voru fjarri því að skáka honum. Í stuttu máli fór umræðan fram á vígvelli forsetans. Og það gengur glimrandi vel hjá honum að halda henni þar, enda hefur Ólafur Ragnar margoft sýnt að hann er mjög klókur stjórnmálamaður. Helsti keppinautur Ólafs Ragnars, Þóra Arnórsdóttir, dró sig tímabundið í hlé snemma í maí til að eignast barn. Í síðustu könnun sem gerð var áður en þetta átti sér stað mældist hún með 46,4 prósenta fylgi og rúmlega níu prósentustiga forystu á sitjandi forseta. Nánast samstundis hóf Ólafur Ragnar sína kosningavegferð með því að koma fram í útvarpsþætti og lagði línurnar fyrir baráttuna. Það gerði Ólafur Ragnar þrátt fyrir að hann hefði boðað að hans barátta myndi ekki hefjast fyrr en framboðsfrestur rynni út, tæpum tveimur vikum síðar. Í viðtalinu hjólaði forsetinn fast í Þóru, tengdi hana við Samfylkinguna, sagði eiginmann hennar hafa flutt áróðursfréttir gegn sér á RÚV, gaf í skyn að hún væri léttvægur, þögull og þægur frambjóðandi og sagði framboð hennar vera með 2007-blæ. Samhliða, og dagana á eftir, sýndi hann mátt sinn gagnvart fjölmiðlum með því að stilla þeim upp í klappliði Þóru og koma skilaboðum þannig til leiðar að þeir skyldu halda sig á mottunni gagnvart honum. Auk þess beitti forsetinn þeirri vel þekktu tækni sinni að tala niður til fjölmiðlamanna og jafnvel lítillækka þá í viðtölum. Taktíkin virkaði, enda sýna síðustu kannanir hann með rúmlega 20 prósentustiga meira fylgi en Þóra. Áherslur Ólafs Ragnars eru að hluta til þær að nauðsynlegt sé að hann sé forseti til að verja almenning fyrir ákvörðunum ríkisstjórnar og Alþingis. Hann hafi sýnt það í Icesave-málinu að hann sé sá eini sem standi undir slíkri verklýsingu og nú, þegar Evrópusambandsógnin vofir yfir, sé sitjandi forseti, landsfaðirinn sjálfur, maðurinn til að vernda okkur fyrir þjóðkjörnum þingmönnum enn á ný. Núverandi stjórnarskrá virðist enda veita forseta vald til að geta mótað embættið að mestu eftir eigin höfði. Ólafur Ragnar hefur allavega kosið að breyta því í annað framkvæmdarvald innan stjórnskipunar landsins við hlið ríkisstjórnar. Óumdeilt er að stór hluti Íslendinga telur þessa túlkun hans vera í lagi vegna þess að þeir eru sammála þeim stóru ákvörðunum sem hann hefur tekið og þeim stóru skoðunum sem hann hefur viðrað. En það er líka stór hópur Íslendinga sem er ósammála því að forsetaembættið eigi að vera eins og Ólafur Ragnar hefur mótað það. Til þess hóps þarf að ná til að sigra Ólaf Ragnar. Til að sigra hann er þó ekki nóg að leggja áherslu á mannkosti frambjóðenda. Það þarf að hjóla í forsetann. Það verður að setja fram skýra sýn á hvert hlutverk forsetans á að vera og máta hana við embættisfærslur Ólafs Ragnars. Engum mótframbjóðanda hans hefur tekist að ýta honum út úr þægindahringnum og láta hann verjast á óþekktum vígvöllum. Takist það ekki verður Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands næstu fjögur árin hið minnsta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Þórður Snær Júlíusson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun
Fyrstu kappræður frambjóðenda til embættis forseta Íslands fóru fram á sunnudagskvöld. Í þeim steig Ólafur Ragnar Grímsson enn og aftur stórt skref í átt að tryggja sér starfið í fjögur ár til viðbótar þar sem aðrir þátttakendur voru fjarri því að skáka honum. Í stuttu máli fór umræðan fram á vígvelli forsetans. Og það gengur glimrandi vel hjá honum að halda henni þar, enda hefur Ólafur Ragnar margoft sýnt að hann er mjög klókur stjórnmálamaður. Helsti keppinautur Ólafs Ragnars, Þóra Arnórsdóttir, dró sig tímabundið í hlé snemma í maí til að eignast barn. Í síðustu könnun sem gerð var áður en þetta átti sér stað mældist hún með 46,4 prósenta fylgi og rúmlega níu prósentustiga forystu á sitjandi forseta. Nánast samstundis hóf Ólafur Ragnar sína kosningavegferð með því að koma fram í útvarpsþætti og lagði línurnar fyrir baráttuna. Það gerði Ólafur Ragnar þrátt fyrir að hann hefði boðað að hans barátta myndi ekki hefjast fyrr en framboðsfrestur rynni út, tæpum tveimur vikum síðar. Í viðtalinu hjólaði forsetinn fast í Þóru, tengdi hana við Samfylkinguna, sagði eiginmann hennar hafa flutt áróðursfréttir gegn sér á RÚV, gaf í skyn að hún væri léttvægur, þögull og þægur frambjóðandi og sagði framboð hennar vera með 2007-blæ. Samhliða, og dagana á eftir, sýndi hann mátt sinn gagnvart fjölmiðlum með því að stilla þeim upp í klappliði Þóru og koma skilaboðum þannig til leiðar að þeir skyldu halda sig á mottunni gagnvart honum. Auk þess beitti forsetinn þeirri vel þekktu tækni sinni að tala niður til fjölmiðlamanna og jafnvel lítillækka þá í viðtölum. Taktíkin virkaði, enda sýna síðustu kannanir hann með rúmlega 20 prósentustiga meira fylgi en Þóra. Áherslur Ólafs Ragnars eru að hluta til þær að nauðsynlegt sé að hann sé forseti til að verja almenning fyrir ákvörðunum ríkisstjórnar og Alþingis. Hann hafi sýnt það í Icesave-málinu að hann sé sá eini sem standi undir slíkri verklýsingu og nú, þegar Evrópusambandsógnin vofir yfir, sé sitjandi forseti, landsfaðirinn sjálfur, maðurinn til að vernda okkur fyrir þjóðkjörnum þingmönnum enn á ný. Núverandi stjórnarskrá virðist enda veita forseta vald til að geta mótað embættið að mestu eftir eigin höfði. Ólafur Ragnar hefur allavega kosið að breyta því í annað framkvæmdarvald innan stjórnskipunar landsins við hlið ríkisstjórnar. Óumdeilt er að stór hluti Íslendinga telur þessa túlkun hans vera í lagi vegna þess að þeir eru sammála þeim stóru ákvörðunum sem hann hefur tekið og þeim stóru skoðunum sem hann hefur viðrað. En það er líka stór hópur Íslendinga sem er ósammála því að forsetaembættið eigi að vera eins og Ólafur Ragnar hefur mótað það. Til þess hóps þarf að ná til að sigra Ólaf Ragnar. Til að sigra hann er þó ekki nóg að leggja áherslu á mannkosti frambjóðenda. Það þarf að hjóla í forsetann. Það verður að setja fram skýra sýn á hvert hlutverk forsetans á að vera og máta hana við embættisfærslur Ólafs Ragnars. Engum mótframbjóðanda hans hefur tekist að ýta honum út úr þægindahringnum og láta hann verjast á óþekktum vígvöllum. Takist það ekki verður Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands næstu fjögur árin hið minnsta.