Tónlistarmaðurinn Ummi Guðjónsson hefur sent frá sér lagið Sumarið er komið aftur. Þetta er annað lagið sem hann gefur út af væntanlegri plötu sinni sem kemur út síðar á þessu ári.
„Sumarið er komið aftur varð til við mjög litla fyrirhöfn, þetta var bara augnablikið þegar fyrstu sólargeislar sumarsins teygðu sig inn í svefnherbergið. Ég man eftir að hafa vaknað við það, sest upp í rúminu, teygt mig í gítarinn og munnhörpuna og 10 mínútum seinna var lagið komið," segir Ummi, sem er búsettur í London.

