Bresk leikarinn Ray Winstone hefur bæst við leikhópinn í fyrrihugarði stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem stefnt er að tekin verði upp að hluta til á Íslandi í sumar. Russell Crowe fer með aðalhlutverkið en Jennifer Conelly hefur verið orðuð við aðalkvenhlutverkið. Vefútgáfa Guardian greinir frá þessu.
Ray Winstone sló gegn með frábærri frammistöðu í hinni rómuðu Sexy Beast árið 2000. Undanfarinn áratug hefur hefur hann fest sig í sessi með traustri frammistöðu í bitastæðum aukahlutverkum, til dæmis í Óskarsverðlauna mynd Martins Scorsese, The Departed.

