Robert Pattinson úr Twilight-myndunum, segist að flest kvikmyndahandrit sem hann les séu algjört drasl. Hann hefur aðra sögu að segja um handritið að nýjustu mynd sinni Cosmopolis í leikstjórn hins reynda Davids Cronenberg.
„Handritið er mjög vel skrifað. Flest handrit eru algjört drasl og þú hugsar með þér: „Hvernig get ég gert það betra?"," sagði Pattinson. „En þarna þurfti maður bara að segja það sem stóð í handritinu. Lélegur leikari gæti bara setið rólegur og sagt það sem stendur í því og látið það hljóma mjög vel," sagði Pattinson.
Flest kvikmyndahandrit eru algjört drasl
