Listrænn stjórnandi fyrir sýningu hjá Cedar Lake 4. júlí 2012 10:00 Myndin var tekin af Roxanne Lowit, einum frægasta ljósmyndara heims, af nýjustu sýningu Cedar Lake dansflokksins en hópurinn lagði áherslu á litadýrð og endurvinnslu og minnti umgjörðin helst á karnival. MYND/Roxanne Lowit „Ég er stílisti fyrir tískublöð, auglýsingar og aðila á borð við Oprah Winfrey og Diana Sawyer," segir Edda Guðmundsdóttir stílisti í tískuborginni New York. Nú síðast var hún fengin sem listrænn stjórnandi fyrir sýningu Cedar Lake dansflokksins, sem er einn sá virtasti í New York, en hún var frumsýnd 18. júní og lauk á dögunum. Hún telur uppsetninguna til stærri verkefna sinna. „Ég setti sýninguna saman ásamt Benoit-Swan Pouffer listrænum stjórnanda flokksins og gerði búningana. Ég réð myndlistar- og tónlistarmenn og fékk Hildi Yeoman, fatahönnuð, til að aðstoða mig við búningana," segir Edda en hún sá tískusýningu Hildar á Reykjavík Fashion Festival og heillaðist. Hún fékk jafnframt Andreu Helgadóttur til að sjá um förðun en þær eiga langt samstarf að baki. Þema danssýningarinnar var endurvinnsla og fyrir utan hönnun Hildar var allur heimurinn úr endurunnum efnivið. „Dansflokkurinn setur upp eina óhefðbundna sýningu á ári. Ég var í sama hlutverki í fyrra en þá fékk ég Ratatat til liðs við okkur. Núna réðum við tónlistarmanninn Mikael Karlsson og vorum með mannlegan taktkjaft sem breytti um takt um leið og dansararnir snertu ákveðinn skúlptúr," útskýrir Edda. Hægt er að kynna sér sýninguna nánar á heimasíðu hennar, cedarlakedance.com, en dansflokkurinn er nú á ferðalagi um Evrópu og sýnir á Montpellier danshátíðinni um helgina. Samstarf Eddu við flokkinn heldur áfram í næstu óhefðbundnu sýningu sem verður unnin með Diane Von Furstenberg og Michael Bloomberg, borgarstjóra New York, að ári.Edda Guðmundsdóttir stílisti.Mynd/Britt KubatFyrir utan þetta hefur Edda í nógu að snúast en á dögunum var hún stílisti fyrir Áslaugu Magnúsdóttur, eiganda Moda Operandi, fyrir brasilíska Vogue og fyrir ítölsku söngkonuna Gala sem boðar endurkomu. Einnig stíliseraði hún herferð Vivienne Westwood fyrir Amazon, sjónvarpsauglýsingu fyrir L'Bel, sem er stærsta snyrtivörumerki Suður-Ameríku og auglýsingu fyrir Stella Artois. Nú vinnur hún að öðru tískumyndbandi sínu fyrir hið þekkta W Magazine. Það fyrra, Phases, má sjá hér.Hér er jafnframt hægt að sjá nokkra búninga Eddu fyrir Cedar Lake dansflokkinn. hallfridur@frettabladid.is Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
„Ég er stílisti fyrir tískublöð, auglýsingar og aðila á borð við Oprah Winfrey og Diana Sawyer," segir Edda Guðmundsdóttir stílisti í tískuborginni New York. Nú síðast var hún fengin sem listrænn stjórnandi fyrir sýningu Cedar Lake dansflokksins, sem er einn sá virtasti í New York, en hún var frumsýnd 18. júní og lauk á dögunum. Hún telur uppsetninguna til stærri verkefna sinna. „Ég setti sýninguna saman ásamt Benoit-Swan Pouffer listrænum stjórnanda flokksins og gerði búningana. Ég réð myndlistar- og tónlistarmenn og fékk Hildi Yeoman, fatahönnuð, til að aðstoða mig við búningana," segir Edda en hún sá tískusýningu Hildar á Reykjavík Fashion Festival og heillaðist. Hún fékk jafnframt Andreu Helgadóttur til að sjá um förðun en þær eiga langt samstarf að baki. Þema danssýningarinnar var endurvinnsla og fyrir utan hönnun Hildar var allur heimurinn úr endurunnum efnivið. „Dansflokkurinn setur upp eina óhefðbundna sýningu á ári. Ég var í sama hlutverki í fyrra en þá fékk ég Ratatat til liðs við okkur. Núna réðum við tónlistarmanninn Mikael Karlsson og vorum með mannlegan taktkjaft sem breytti um takt um leið og dansararnir snertu ákveðinn skúlptúr," útskýrir Edda. Hægt er að kynna sér sýninguna nánar á heimasíðu hennar, cedarlakedance.com, en dansflokkurinn er nú á ferðalagi um Evrópu og sýnir á Montpellier danshátíðinni um helgina. Samstarf Eddu við flokkinn heldur áfram í næstu óhefðbundnu sýningu sem verður unnin með Diane Von Furstenberg og Michael Bloomberg, borgarstjóra New York, að ári.Edda Guðmundsdóttir stílisti.Mynd/Britt KubatFyrir utan þetta hefur Edda í nógu að snúast en á dögunum var hún stílisti fyrir Áslaugu Magnúsdóttur, eiganda Moda Operandi, fyrir brasilíska Vogue og fyrir ítölsku söngkonuna Gala sem boðar endurkomu. Einnig stíliseraði hún herferð Vivienne Westwood fyrir Amazon, sjónvarpsauglýsingu fyrir L'Bel, sem er stærsta snyrtivörumerki Suður-Ameríku og auglýsingu fyrir Stella Artois. Nú vinnur hún að öðru tískumyndbandi sínu fyrir hið þekkta W Magazine. Það fyrra, Phases, má sjá hér.Hér er jafnframt hægt að sjá nokkra búninga Eddu fyrir Cedar Lake dansflokkinn. hallfridur@frettabladid.is
Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Fleiri fréttir Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira