Öll dýrkum við útlitið 10. júlí 2012 06:00 Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Ég taldi sjálfum mér lengi trú um að svo gilti ekki um mig. Eins og með svo margt annað í lífinu taldi ég mig, í hroka mínum, upp yfir slíkt hafinn og benti gjarnan á að greiða hefur ekki snert hár mitt í tuttugu ár, nema í höndum hárskera. En auðvitað var það ekkert nema blekking. Kannski hélt ég mig vera slíkan bóhem að útlit skipti mig engu, að ég lifði á astralplaninu þar sem einungis háleitar hugsanir ríkja og veraldlegt pjatt, eins og útlit þess hulsturs sem hýsir mína leitandi sál, skipti mig engu. Svo gafst ég upp á þeirri sjáfsblekkingu og fór í ræktina. Það er sérkennileg reynsla fyrir mann sem þekkir lítið til slíkra stofnana að stunda ræktina. Það er eins og að ganga inn í menningarheim sem var manni hulinn, því menning er það. Alls kyns fólk hamast við að koma sér í form, stæla þolið, stækka vöðvana eða hvað það er sem er markmið hvers og eins. Appelsínugulir og bleikir spandex-gallar hamast við, hvort sem markmiðið er öfugur blómavasavöxtur úr Disney-mynd eða eitthvað annað. Og svo kemur sturtan. Það er virkilega skemmtileg menning sem ríkir í karlaklefanum í ræktinni. Þarna spjöllum við naktir, fullorðnir karlmenn að gera eitthvað í okkar málum. Og það er ástæða fyrir því að speglar þekja alla veggi í þurrkrýminu. Við viljum sjá hvernig okkur gengur. Sumir okkar fara laumulega í þetta. Við spennum vöðvana svo lítið á beri á meðan við þurrkum okkur, fullvissir um að fylgist einhver með líti hann á kreppta vöðva sem merki um öflugan þurrk. Aðrir eru ekkert að lauamst. Þeir standa og spenna sig á alla kanta, horfa á maga, síðu og rass og dæsa af aðdáun. Það er eitthvað skemmtilega frelsandi við slíka pukurslausa sjálfsdýrkun. Það er auðvelt að fara út í öfgar í útlitsdýrkun og félagslegur þrýstingur í þá veru getur beinlínis verið skaðlegur. En við sem höfum gert eitthvað sem við teljum gera okkur flottari, mættum oft sýna því sem annað fólk gerir í sama tilgangi meiri skilning. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðanir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Segi þér einhver að hann eða hún spái ekkert í útlitið þá er viðkomandi að ljúga. Við spáum vissulega mismikið í útlitið, en öll veltum við því fyrir okkur. Hafir þú, lesandi góður, greitt þér í fegrunarskyni, litað varirnar, snyrt skeggið, látið lita á þér hárið eða skerða það með annað en þægindi í huga, ekki keypt þægilega skó þar sem þeir voru forljótir, kreist á þér bólu, eða hvað annað sem við gerum í dagsins önn; þá hefurðu vissulega spáð í útlitið. Ég taldi sjálfum mér lengi trú um að svo gilti ekki um mig. Eins og með svo margt annað í lífinu taldi ég mig, í hroka mínum, upp yfir slíkt hafinn og benti gjarnan á að greiða hefur ekki snert hár mitt í tuttugu ár, nema í höndum hárskera. En auðvitað var það ekkert nema blekking. Kannski hélt ég mig vera slíkan bóhem að útlit skipti mig engu, að ég lifði á astralplaninu þar sem einungis háleitar hugsanir ríkja og veraldlegt pjatt, eins og útlit þess hulsturs sem hýsir mína leitandi sál, skipti mig engu. Svo gafst ég upp á þeirri sjáfsblekkingu og fór í ræktina. Það er sérkennileg reynsla fyrir mann sem þekkir lítið til slíkra stofnana að stunda ræktina. Það er eins og að ganga inn í menningarheim sem var manni hulinn, því menning er það. Alls kyns fólk hamast við að koma sér í form, stæla þolið, stækka vöðvana eða hvað það er sem er markmið hvers og eins. Appelsínugulir og bleikir spandex-gallar hamast við, hvort sem markmiðið er öfugur blómavasavöxtur úr Disney-mynd eða eitthvað annað. Og svo kemur sturtan. Það er virkilega skemmtileg menning sem ríkir í karlaklefanum í ræktinni. Þarna spjöllum við naktir, fullorðnir karlmenn að gera eitthvað í okkar málum. Og það er ástæða fyrir því að speglar þekja alla veggi í þurrkrýminu. Við viljum sjá hvernig okkur gengur. Sumir okkar fara laumulega í þetta. Við spennum vöðvana svo lítið á beri á meðan við þurrkum okkur, fullvissir um að fylgist einhver með líti hann á kreppta vöðva sem merki um öflugan þurrk. Aðrir eru ekkert að lauamst. Þeir standa og spenna sig á alla kanta, horfa á maga, síðu og rass og dæsa af aðdáun. Það er eitthvað skemmtilega frelsandi við slíka pukurslausa sjálfsdýrkun. Það er auðvelt að fara út í öfgar í útlitsdýrkun og félagslegur þrýstingur í þá veru getur beinlínis verið skaðlegur. En við sem höfum gert eitthvað sem við teljum gera okkur flottari, mættum oft sýna því sem annað fólk gerir í sama tilgangi meiri skilning.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun