Fólk á vegum bandaríska leikarans Ben Stiller hefur verið hér á landi undanfarið að skoða tökustaði fyrir kvikmyndina The Secret Life of Walter Mitty, sem verður tekin upp að hluta hér á landi í haust.
Stiller og félagar hafa horft til Austfjarða en síðast sást til kvikmyndagerðarmannanna í Vopnafirði. Ben Stiller leikur aðalhlutverkið í myndinni ásamt því að leikstýra og framleiða. Hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en hann hefur í mörg horn að líta hér á landi. - afb
Stiller handan við hornið
