Hljómsveitin Sigur Rós lauk ferðalagi sínu um Bandaríkin með tónleikum í Hollywood á sunnudagskvöld. Á meðal gesta voru stúlkurnar í The Charlies, sem eru búsettar í kvikmyndaborginni, og vinkona þeirra, enska söngkonan Natasha Bedingfield.
Að sjálfsögðu hittu þær Jónsa og félaga baksviðs að tónleikunum loknum og fór vel á með þeim.
Sigur Rós stígur næst á svið á tónlistarhátíðinni Summer Sonic í Japan á laugardaginn. Íslendingar þurfa að bíða þangað til 4. nóvember til að berja sveitina augum á Iceland Airwaves-hátíðinni.
- bþh, - fb
The Charlies hittu JónsaAð sjálfsögðu hittu þær Jónsa og félaga baksviðs að tónleikunum loknum og fór vel á með þeim.
Sigur Rós stígur næst á svið á tónlistarhátíðinni Summer Sonic í Japan á laugardaginn. Íslendingar þurfa að bíða þangað til 4. nóvember til að berja sveitina augum á Iceland Airwaves-hátíðinni.
- bþh, - fb