Frost semur tónlistina í Frost 22. ágúst 2012 19:00 Tónskáldið Ben Frost semur tónlistina í vísindatryllinum Frost sem frumsýndur er í byrjun september. mynd/bjarni grímsson "Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Þetta er mest "hardcore" tónlist sem ég hef búið til," segir tónskáldið Ben Frost sem þessa dagana er að leggja lokahönd á tónlistina fyrir kvikmyndina Frost sem verður frumsýnd þann 7. september næstkomandi. Frost er vísindahryllingsmynd í leikstjórn Reynis Lyngdal með þeim Önnu Gunndísi Guðmundsdóttur og Birni Thors í aðalhlutverkum. Ben segist hafa séð myndina oft og mörgum sinnum og fullyrðir að hún sé eitthvað allt annað en áður hefur sést í íslenskri kvikmyndagerð. "Myndin er óvenjuleg. Söguþráðurinn er hrár, beinn, óljós, skrítinn og opinn,"segir Ben sem meðal annars þurfti að verða sér úti um sérstök klakahljóð til að vinna með, enda er sögusvið myndarinnar í rannsóknarbúðum upp á jökli. "Ég fór út um allt til að taka upp hljóð og eiga í safninu mínu. Það sem er sérstakt við þessa mynd er að tónlistin er í raun óþörf og í fyrsta sinn var ég að vinna náið með hljóðmönnunum í myndinni." Spurður hvort hann hafi komið til greina nafnsins vegna svarar Ben hlæjandi. "Já, það er óneitanlega skemmtileg tilviljun að Frost geri Frost. Við Reynir höfum áður unnið saman og mér finnst mjög gaman að vinna við kvikmynda tónlist," segir Ben sem einnig verður í eldlínunni síðar í september, en hann semur tónlistina við mynd Baltasars Kormáks, Djúpið. "Myndirnar eru algjörar andstæður og það er tónlistin líka. Það er bara skemmtilegt." Meðal þeirra tónlistarmanna sem eiga lög í Frost eru þau Þórunn Antonía með Electrify My Heart, Bix með Ylfa´s Song og Ásgeir Trausti með lagið Þennan dag. - áp
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira