ESB stjórnar ekki 25. ágúst 2012 12:30 Rokkararnir í Jet Black Joe fagna tuttugu ára afmæli sínu 31. ágúst. „Við höfum enn þá mjög gaman af þessu," segir Gunnar Bjarni, gítarleikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þangað kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur," segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virðist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu." Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinnum fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spiluð. „Þeir sem eru með mjög viðkvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói." Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Við höfum enn þá mjög gaman af þessu," segir Gunnar Bjarni, gítarleikari Jet Black Joe. Rokksveitin fagnar tuttugu ára afmæli sínu með tónleikum í Íslensku óperunni (Gamla bíói) 31. ágúst. „Hugmyndin með því að spila í Gamla bíói er að þangað kemur frekar fólk sem er ekki að fara mikið á skemmtistaði eða böll. Þetta er kannski aðeins annar markhópur," segir Gunnar Bjarni. „Fólkið sem hlustar á okkur virðist spanna tvær til þrjár kynslóðir sem grípa annaðhvort í endann eða upphafið á þessu." Flutt verða öll bestu lög Jet Black Joe ásamt nýju efni sem er væntanlegt á safnplötu sem kemur út í október. Gunnar Bjarni lofar hörkustemningu. Sveitin er í góðu formi enda hefur hún spilað víða að undanförnu, meðal annars á Ísafirði, Hvammstanga, í Reykjavík og Vestmannaeyjum. Jet Black Joe hefur tvisvar sinnum fengið sjötíu þúsund króna sekt fyrir að spila of hátt en Gunnar Bjarni segist ekki ætla að láta reglugerðavirki ESB stjórna því hversu hátt rokktónlist sé spiluð. „Þeir sem eru með mjög viðkvæma heyrn geta bara mætt með eyrnatappa og fengið sérhönnuð sæti með öryggisbeltum í Gamla bíói." Miðaverð á tónleikana er 3.900 kr. og að sögn Gunnars Bjarna eru örfáir miðar eftir. - fb
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira