Kynnir íslenska list fyrir Pólverjum 1. september 2012 10:00 Bloggar um íslenska hönnun Magdalena Dybka bloggar um íslenska list og hönnun og er ætlunin að kynna hana fyrir pólskum lesendum. „Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm Lífið Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
„Ég hef gengið með hugmyndina í maganum í nokkurn tíma en opnaði síðuna nú fyrst í ágúst," segir Magdalena Dybka sem heldur úti bloggsíðunni showrum.wordpress.com. Á síðunni fjallar hún ítarlega um íslenska hönnun, tónlist og myndlist og er ætlunin að kynna íslenska list fyrir pólskum lesendum. Magdalena, eða Magda eins og hún er oftast nefnd, bjó á Íslandi í níu ár og stundaði þar háskólanám. Hún flutti aftur til Varsjár fyrir tveimur árum síðan og starfar nú sem umboðsmaður pólska plötusnúðatvíeykisins East Clubbers. Hún segist hafa fundið fyrir miklum áhuga á íslenskri hönnun þegar hún flutti aftur til Varsjár og segir það hafa verið kveikjuna að blogginu. „Ég á eitthvað af íslenskri hönnun og er oft spurð hvar ég hafi keypt fötin þannig að mér datt í hug að það væri sniðugt að fjalla um íslenska hönnun og list á pólsku og kynna hana þannig fyrir samlöndum mínum. Síðan hefur ekki verið uppi lengi en viðtökurnar hafa verið ágætar og ég hef fengið margar fyrirspurnir í kjölfarið." Innt eftir því hvort hún haldi enn tengslum við Ísland og vini sína þar svarar Magda játandi. „Já, ég sakna Íslands og það er kannski hluti ástæðunnar fyrir því að ég held úti blogginu; svo ég missi ekki tengslin." - sm
Lífið Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning „Nýju hverfin eintómar stafsetningarvillur“ Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira