Fannst látin í skógarlundi 5. september 2012 04:00 Hennar hefur verið ákaft leitað eftir að hún hvarf í Ósló fyrir mánuði.Mynd/Norska lögreglan Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is Noregur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is
Noregur Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira