Pitsur með kolkrabba og jógúrt 13. september 2012 14:30 Þorleifur Jónsson býður upp á hátt í eitt hundrað áleggstegundir á staðnum sínum. fréttablaðið/gva „Þetta eru tæplega eitt hundrað áleggstegundir. Þú getur fengið nánast hvað sem er, til dæmis kolkrabba, snigla, kalkún og jógúrt," segir Þorleifur Jónsson, eða Tolli, eigandi pitsustaðarins La Luna við Rauðarárstíg. Þar hefur hann undanfarið rekið ítalskan veitingastað með pastaréttum í bland við pitsur. Núna hefur Tolli ákveðið að einbeita sér að pitsunum og er hann þegar búinn að segja kokkinum sínum upp. Framandi áleggstegundir verða í boði sem Tolli hefur verið að þróa áfram síðan hann seldi Eldsmiðjuna fyrir fimm árum eftir að hafa átt staðinn í þrettán ár og gert hann landsþekktan. „Ég hef alltaf verið svolítið á undan minni samtíð með þetta," segir hann um áleggstegundirnar og bætir við að kominn hafi verið tími á breytingar. „Aðsóknin í pitsuna varð alltaf meiri og meiri og svo fengum við verðlaun í Grapevine fyrir bestu pitsuna. Í dag vantar svona stað fyrir fullorðið fólk." Tolli samdi á sínum tíma við kaupendur Eldsmiðjunnar um að halda sig fjarri veitingabransanum í fimm ár. Núna eru þau liðin og Tolli ætlar að koma sterkur til baka. Líklegt er að nýi matseðillinn verði kynntur á mánudaginn. Að sögn Tolla verður sú nýbreytni í boði að viðskiptavinir geta pantað pitsur til sín út í bíl. Einnig er líklegt að hægt verði að fá heimsenda þá fáu pastarétti sem verða í boði. En hvernig smakkast eiginlega kolkrabbapitsa? „Hún er bara allt í lagi. En hún er öðruvísi og það eru ekki margir sem myndu vilja hana." -fb Matur Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
„Þetta eru tæplega eitt hundrað áleggstegundir. Þú getur fengið nánast hvað sem er, til dæmis kolkrabba, snigla, kalkún og jógúrt," segir Þorleifur Jónsson, eða Tolli, eigandi pitsustaðarins La Luna við Rauðarárstíg. Þar hefur hann undanfarið rekið ítalskan veitingastað með pastaréttum í bland við pitsur. Núna hefur Tolli ákveðið að einbeita sér að pitsunum og er hann þegar búinn að segja kokkinum sínum upp. Framandi áleggstegundir verða í boði sem Tolli hefur verið að þróa áfram síðan hann seldi Eldsmiðjuna fyrir fimm árum eftir að hafa átt staðinn í þrettán ár og gert hann landsþekktan. „Ég hef alltaf verið svolítið á undan minni samtíð með þetta," segir hann um áleggstegundirnar og bætir við að kominn hafi verið tími á breytingar. „Aðsóknin í pitsuna varð alltaf meiri og meiri og svo fengum við verðlaun í Grapevine fyrir bestu pitsuna. Í dag vantar svona stað fyrir fullorðið fólk." Tolli samdi á sínum tíma við kaupendur Eldsmiðjunnar um að halda sig fjarri veitingabransanum í fimm ár. Núna eru þau liðin og Tolli ætlar að koma sterkur til baka. Líklegt er að nýi matseðillinn verði kynntur á mánudaginn. Að sögn Tolla verður sú nýbreytni í boði að viðskiptavinir geta pantað pitsur til sín út í bíl. Einnig er líklegt að hægt verði að fá heimsenda þá fáu pastarétti sem verða í boði. En hvernig smakkast eiginlega kolkrabbapitsa? „Hún er bara allt í lagi. En hún er öðruvísi og það eru ekki margir sem myndu vilja hana." -fb
Matur Mest lesið Heitustu trendin í haust Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Innblásturinn að gamanhrollvekju kom frá vídeoleigu bæjarins Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira