Svíar eru víst fyndið fólk 26. september 2012 09:00 Sá fyndnasti í svíþjóð Johan Glans er talinn fyndnasti maður Svíþjóðar. Hann verður með uppistand í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Mynd/Johanna Ankarcrona Uppistandarinn Johan Glans kemur fram í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Sýningin samanstendur af glænýju efni og nefnist World Tour of Scandinavia. Sænski grínistinn Johan Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar og er heimsóknin til Íslands liður í ferðalagi hans um Norðurlöndin. Glans segir sænskan húmor nokkuð líkan þeim danska og finnska á þann hátt að kaldhæðnin er allsráðandi. „Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland og veit því ekki hvort sænski húmorinn er líkur þeim íslenska, en ég mundi segja að hann væri svolítið í ætt við þann breska enda eru Norðurlandabúar upp til hópa bælt fólk og það brýst fram í húmor þeirra." Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar, eða „Sveriges roligaste man". Hann segir titilinn ekki hrjá sig þó hann finni stundum fyrir því að fólk ætlist til að hann sé stöðugt með glens og gaman á mannamótum. „Ég finn stundum fyrir því í veislum að fólk bíður eftir því að ég segi eða geri eitthvað fyndið. Ég held samt að það sé betra að vera talinn sá fyndnasti heldur en leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Það væri agalegt." Sumir vilja meina að Svíar séu upp til hópa ekki fyndnir og segist Glans taka því sem móðgun. „Ég veit að við eigum það til að sitja þunglynd í Ikea-sófanum okkar og borða rúgbrauð en við erum samt fyndin! Svíar elska húmor og uppistand er ofsalega vinsælt hér," segir grínistinn sem mun fjalla um allt milli himins og jarðar á sýningu sinni. „Efnið er persónulegt og ég mun meðal annars tala um kirkjuferðir, hefðir, barnaafmæli og aðra hluti sem hafa hent mig í lífinu." Þetta er í fyrsta sinn sem Glans sækir Ísland heim og kveðst hann spenntur fyrir heimsókninni. Hann mun dvelja hér í fjóra daga og hyggst nýta tímann til að fara í hvalaskoðun, heimsækja Bláa lónið og skoða Geysi. Sýningin verður laugardaginn 29. september klukkan 20 og mun Ari Eldjárn hita mannskapinn upp fyrir Glans. sara@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Uppistandarinn Johan Glans kemur fram í Þjóðleikhúskjallaranum á laugardag. Sýningin samanstendur af glænýju efni og nefnist World Tour of Scandinavia. Sænski grínistinn Johan Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar og er heimsóknin til Íslands liður í ferðalagi hans um Norðurlöndin. Glans segir sænskan húmor nokkuð líkan þeim danska og finnska á þann hátt að kaldhæðnin er allsráðandi. „Ég hef heimsótt öll Norðurlöndin fyrir utan Ísland og veit því ekki hvort sænski húmorinn er líkur þeim íslenska, en ég mundi segja að hann væri svolítið í ætt við þann breska enda eru Norðurlandabúar upp til hópa bælt fólk og það brýst fram í húmor þeirra." Glans hefur verið nefndur fyndnasti maður Svíþjóðar, eða „Sveriges roligaste man". Hann segir titilinn ekki hrjá sig þó hann finni stundum fyrir því að fólk ætlist til að hann sé stöðugt með glens og gaman á mannamótum. „Ég finn stundum fyrir því í veislum að fólk bíður eftir því að ég segi eða geri eitthvað fyndið. Ég held samt að það sé betra að vera talinn sá fyndnasti heldur en leiðinlegasti maður Svíþjóðar. Það væri agalegt." Sumir vilja meina að Svíar séu upp til hópa ekki fyndnir og segist Glans taka því sem móðgun. „Ég veit að við eigum það til að sitja þunglynd í Ikea-sófanum okkar og borða rúgbrauð en við erum samt fyndin! Svíar elska húmor og uppistand er ofsalega vinsælt hér," segir grínistinn sem mun fjalla um allt milli himins og jarðar á sýningu sinni. „Efnið er persónulegt og ég mun meðal annars tala um kirkjuferðir, hefðir, barnaafmæli og aðra hluti sem hafa hent mig í lífinu." Þetta er í fyrsta sinn sem Glans sækir Ísland heim og kveðst hann spenntur fyrir heimsókninni. Hann mun dvelja hér í fjóra daga og hyggst nýta tímann til að fara í hvalaskoðun, heimsækja Bláa lónið og skoða Geysi. Sýningin verður laugardaginn 29. september klukkan 20 og mun Ari Eldjárn hita mannskapinn upp fyrir Glans. sara@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira