Rusty Anderson, aðalgítarleikari Bítilsins Sir Pauls McCartney undanfarin ellefu ár, spilar á þrennum tónleikum hér á landi í október.
Hann spilar í Austurbæ 18. október og tveimur dögum síðar á Græna hattinum á Akureyri. Einnig verður hann gestaspilari hjá Bítladrengjunum blíðu 17. október á Obladí Oblada, þar sem hann mun ekki lenda í neinum vandræðum með að finna réttu gítargripin.
Auk þess að leika með McCartney hefur Anderson unnið með fólki á borð við Elton John, Miley Cyrus, Willie Nelson og Santana á ferli sínum.
- sh, - fb
