Dæmdi danskar fyrirsætur 29. september 2012 11:00 Kristinn Óli Hrólfsson rekur hárgreiðslustofuna Mugshot ásamt Mike Nielsen. Þeir komu fram í sjónvarpsþáttunum Danmarks Næste Topmodel. „Við fengum símtal frá framleiðendum þáttanna og vorum beðnir um að vera með. Við slógum auðvitað til enda er þetta frábær auglýsing fyrir stofuna og skemmtileg reynsla,“ segir Kristinn Óli Hrólfsson. Hann rekur hárgreiðslustofuna Mugshot í Kaupmannahöfn ásamt Mike Nielsen. Þeir komu fram sem gestadómarar í þætti af sjónvarpsþáttaröðinni Danmarks Næste Topmodel á fimmtudag og sáu einnig um að breyta útliti keppenda þáttanna. Kristinn Óli og Mike breyttu útliti fimmtán keppenda með því að klippa hár þeirra og lita og tóku stúlkurnar misvel í gjörninginn. „Ein grét í þrjá klukkutíma yfir því að hárið á henni hefði verið klippt í axlasídd. Við höfum aldrei lent í því áður að kúnni gráti í stólnum hjá okkur.“ Hárgreiðslumennirnir tóku einnig að sér hlutverk gestadómara í sama þætti og voru með í þeirri ákvörðun að kjósa tvær stúlkur úr keppni. Kristinn Óli segir það hafa verið erfitt verk. „Auðvitað var það erfitt. Þetta eru ungar stúlkur sem dreymir um að verða fyrirsætur og það er ekki gaman að vera með í þeirri ákvörðun um að binda endi á þann draum.“ Hann segir reynsluna hafa verið skemmtilega en viðurkennir að það hafi verið skrítið að horfa á sjálfan sig á sjónvarpsskjánum. „Það var mjög skrítið að horfa á þáttinn, sérstaklega þegar maður hugsar út í það hversu margir horfa á hann. Ég passaði mig mikið að tala rétt og koma vel fram, en svo er það þannig að maður sjálfur er alltaf sinn versti gagnrýnandi.“ Þetta er þriðja þáttaröð Topmodel í Danmörku og er barónessan Caroline Fleming stjórnandi þáttanna. Þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni Kanal 4 og njóta mikilla vinsælda. „Þættirnir fá mikið áhorf og þess vegna er þetta frábær auglýsing fyrir okkur og Mugshot. Þarna fengum við að sýna allri Danmörku hvað við kunnum og getum.“ sara@frettabladid.is Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
„Við fengum símtal frá framleiðendum þáttanna og vorum beðnir um að vera með. Við slógum auðvitað til enda er þetta frábær auglýsing fyrir stofuna og skemmtileg reynsla,“ segir Kristinn Óli Hrólfsson. Hann rekur hárgreiðslustofuna Mugshot í Kaupmannahöfn ásamt Mike Nielsen. Þeir komu fram sem gestadómarar í þætti af sjónvarpsþáttaröðinni Danmarks Næste Topmodel á fimmtudag og sáu einnig um að breyta útliti keppenda þáttanna. Kristinn Óli og Mike breyttu útliti fimmtán keppenda með því að klippa hár þeirra og lita og tóku stúlkurnar misvel í gjörninginn. „Ein grét í þrjá klukkutíma yfir því að hárið á henni hefði verið klippt í axlasídd. Við höfum aldrei lent í því áður að kúnni gráti í stólnum hjá okkur.“ Hárgreiðslumennirnir tóku einnig að sér hlutverk gestadómara í sama þætti og voru með í þeirri ákvörðun að kjósa tvær stúlkur úr keppni. Kristinn Óli segir það hafa verið erfitt verk. „Auðvitað var það erfitt. Þetta eru ungar stúlkur sem dreymir um að verða fyrirsætur og það er ekki gaman að vera með í þeirri ákvörðun um að binda endi á þann draum.“ Hann segir reynsluna hafa verið skemmtilega en viðurkennir að það hafi verið skrítið að horfa á sjálfan sig á sjónvarpsskjánum. „Það var mjög skrítið að horfa á þáttinn, sérstaklega þegar maður hugsar út í það hversu margir horfa á hann. Ég passaði mig mikið að tala rétt og koma vel fram, en svo er það þannig að maður sjálfur er alltaf sinn versti gagnrýnandi.“ Þetta er þriðja þáttaröð Topmodel í Danmörku og er barónessan Caroline Fleming stjórnandi þáttanna. Þeir eru sýndir á sjónvarpsstöðinni Kanal 4 og njóta mikilla vinsælda. „Þættirnir fá mikið áhorf og þess vegna er þetta frábær auglýsing fyrir okkur og Mugshot. Þarna fengum við að sýna allri Danmörku hvað við kunnum og getum.“ sara@frettabladid.is
Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Ekkert gefið eftir í elegansinum Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira