Á fimmtíu pör af skóm 2. október 2012 05:00 Sölvi Tryggvason segir íslenska karlmenn vanmeta hversu miklu máli fallegir skór skipta fyrir heildarútlitið en skósafn Sölva telur fimmtíu pör. Fréttablaðið/gva „Ég viðurkenni að ég er forfallinn skófíkill en það er bara fallegt. Fólk hefur verri fíknir en þetta,“ segir rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason. Sölvi er stoltur skósafnari og á yfir 50 pör af skóm sem hann hugsar um af alúð. Ekki eru nema tvö ár síðan áhugi Sölva á skóbúnaði kviknaði, en hann hefur verið iðinn við að bæta í safnið. Sölvi er einmitt nýkominn heim frá Marokkó þar sem hann fjárfesti í tveimur pörum. „Það var ekki vegna þess að mig vantaði skó. Annað parið er ljósbrún leðurstígvél með munstri á tánni sem mig hefur dreymt um að eignast lengi. Þau passa bæði við jakkaföt og gallabuxur en það er mikill kostur,“ segir Sölvi sem kennir starfi sínu í sjónvarpi um skódelluna. „Þá þurfti ég að byrja að hugsa út í hvernig ég klæddist og allt í einu fattaði ég hvað skór skipta miklu máli. Það er afar vont að vera vel klæddur en í ljótum skóm. Það bara gengur ekki,“ segir Sölvi en bætir við að einnig séu ákveðin fræði á bak við það að para flotta skó saman við fatnað. Sölvi vandar sig í skókaupum og segir hvert skópar bæta fataskápinn. Hann segir íslenska karlmenn hugsa of lítið um klæðaburð, en hefur fundið fyrir auknum áhuga hins kynsins eftir að hann fór að spá í tísku og safna skóm. „Karlarnir fatta bara ekki hversu miklu máli þetta skiptir. Ég var reyndar í bænum um helgina og þá var ég þrisvar sinnum spurður hvort ég væri hommi en ég tek því sem miklu hrósi fyrir minn fatastíl.“ Sölvi er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann flakkar á milli framhalds- og grunnskóla með fyrirlestra um forvarnir og kemur að handritagerð fyrir þættina Sönn íslensk sakamál. Sölvi ætlar svo að henda sér í jólabókaflóðið í byrjun nóvember með ævisögu Jóns Páls Sigmarssonar. alfrun@frettabladid.is Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Ég viðurkenni að ég er forfallinn skófíkill en það er bara fallegt. Fólk hefur verri fíknir en þetta,“ segir rithöfundurinn og fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason. Sölvi er stoltur skósafnari og á yfir 50 pör af skóm sem hann hugsar um af alúð. Ekki eru nema tvö ár síðan áhugi Sölva á skóbúnaði kviknaði, en hann hefur verið iðinn við að bæta í safnið. Sölvi er einmitt nýkominn heim frá Marokkó þar sem hann fjárfesti í tveimur pörum. „Það var ekki vegna þess að mig vantaði skó. Annað parið er ljósbrún leðurstígvél með munstri á tánni sem mig hefur dreymt um að eignast lengi. Þau passa bæði við jakkaföt og gallabuxur en það er mikill kostur,“ segir Sölvi sem kennir starfi sínu í sjónvarpi um skódelluna. „Þá þurfti ég að byrja að hugsa út í hvernig ég klæddist og allt í einu fattaði ég hvað skór skipta miklu máli. Það er afar vont að vera vel klæddur en í ljótum skóm. Það bara gengur ekki,“ segir Sölvi en bætir við að einnig séu ákveðin fræði á bak við það að para flotta skó saman við fatnað. Sölvi vandar sig í skókaupum og segir hvert skópar bæta fataskápinn. Hann segir íslenska karlmenn hugsa of lítið um klæðaburð, en hefur fundið fyrir auknum áhuga hins kynsins eftir að hann fór að spá í tísku og safna skóm. „Karlarnir fatta bara ekki hversu miklu máli þetta skiptir. Ég var reyndar í bænum um helgina og þá var ég þrisvar sinnum spurður hvort ég væri hommi en ég tek því sem miklu hrósi fyrir minn fatastíl.“ Sölvi er með mörg járn í eldinum þessa dagana. Hann flakkar á milli framhalds- og grunnskóla með fyrirlestra um forvarnir og kemur að handritagerð fyrir þættina Sönn íslensk sakamál. Sölvi ætlar svo að henda sér í jólabókaflóðið í byrjun nóvember með ævisögu Jóns Páls Sigmarssonar. alfrun@frettabladid.is
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira