Besta heimildarmyndin í langan tíma Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. október 2012 10:10 Aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, segir í gagnrýni. Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við samkynhneigð til muna. Í framhaldinu gæti lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólögunum og fyrir almennum réttindum samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinningar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sannarlega lygilegri en skáldskapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir fordómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi "hetjunum", vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæðingur aktívistanna, hatursfullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuðborg Úganda), er eftirminnilegri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorgin sem þau framkalla hjá áhorfandanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktívistarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi. Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Samkynhneigð er ólögleg í Úganda og viðurlögin við henni eru allt að 14 ára fangelsisvist. Árið 2009 var lagt frumvarp til þingsins þess efnis að herða refsingar við samkynhneigð til muna. Í framhaldinu gæti lífstíðarfangelsi og jafnvel dauðarefsing beðið þeirra sem gerðust sekir um að hneigjast til sama kyns. Í þessari frábæru heimildarmynd fylgjumst við með aktívistum sem berjast gegn ólögunum og fyrir almennum réttindum samkynhneigðra og transfólks í landinu. Myndin notast ekki við nein töfrabrögð til að kalla fram tilfinningar. Blákaldur raunveruleikinn nægir, og hér er hann svo sannarlega lygilegri en skáldskapur. Um 95% íbúa Úganda segjast vera mótfallin samkynhneigð og kristni hefur gífurleg ítök innan samfélagsins. Andstyggilegir fordómapésarnir skýla sér á bak við trúarbrögðin og reglulega missti ég nánast andlitið yfir því sem dundi á aðalsöguhetjunum. Og ég segi "hetjunum", vegna þess að aðalpersónurnar í Call Me Kuchu eru sannkallaðar hetjur, og myndin er á köflum eins og spennutryllir. Hluti myndarinnar gerist í réttarsal og höfuðandstæðingur aktívistanna, hatursfullur ritstjóri vikublaðs í Kampala (höfuðborg Úganda), er eftirminnilegri og ógeðfelldari skúrkur en meirihluti þeirra sem hasarhetjur Hollywood-mynda 9. áratugarins áttu í höggi við. En illmennin hér eru raunveruleg og reiðin og sorgin sem þau framkalla hjá áhorfandanum er það einnig. En þrátt fyrir öll ósköpin sýnir myndin okkur heiminn handan myrkursins, og rétt eins og aktívistarnir sjálfir glatar hún aldrei trúnni á hið góða og fagra. Þegar upp er staðið er Call Me Kuchu áhrifamesta og ein allra besta heimildarmynd sem sést hefur lengi.
Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira