Tónlistarmaðurinn Mika stígur á svið í Silfurbergi Freyr skrifar 10. október 2012 00:01 Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember. nordicphotos/getty „Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku. Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Ég held að þetta verði meiriháttar tónleikar," segir Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari. Tónlistarmaðurinn Mika heimsækir Ísland 18. desember og ætlar að trylla lýðinn með tónleikum í Silfurbergi Hörpunnar. Einn sagði að það ætti að standa á aðgöngumiðanum: „Meðal gegn þunglyndi." Miðað við það sem ég er búinn að sjá og heyra verða þetta miklir gleði- og skemmtitónleikar," segir Guðbjartur. Mika sló rækilega í gegn árið 2007 með fyrstu plötu sinni Life In Cartoon Motion sem hefur selst í hátt í sex milljónum eintaka. Hún inniheldur smelli á borð við Grace Kelly, Lollipop, Relax og Take It Easy. Næsta plata, The Boy Who Knew Too Much, kom út tveimur árum síðar. Hún seldist einnig vel og náði inn á topp tíu í fjölmörgum löndum. Hún inniheldur lögin We Are Golden og Blame It on the Girls. Þriðja plata Mika, The Origin of Love, er nýkomin út og náði hún efsta sætinu á franska breiðskífulistanum. Lagið Elle Mi Dit komst einnig á toppinn þar í landi. Á plötunni er jafnframt að finna lagið Celebrate sem Mika flytur með rapparanum Pharrell Williams. Tónleikarnir í Silfurbergi verða standandi og rúmast um 1.000 til 1.200 manns í salnum. „Ég veit að hann fílar að vera á litlum stöðum þar sem hann nær til fjöldans," segir Guðbjartur. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku.
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira