Evrópusambandið fær friðarverðlaun Guðsteinn skrifar 13. október 2012 06:00 Jose Manuel Barroso og Atle Leikvoll Forseti framkvæmdastjórnar ESB tekur við blómvendi frá sendiherra Noregs í Belgíu.nordicphotos/AFP Norska Nóbelsnefndin ætlar að veita Evrópusambandinu (ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í sex áratugi. „Evrópusambandið á nú um stundir í alvarlegum efnahagslegum erfiðleikum með umtalsverðri félagslegri ólgu,“ segir í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar: „Norska Nóbelsnefndin vill beina athyglinni að því sem hún telur mikilvægasta árangur Evrópusambandsins: Hinni árangursríku baráttu fyrir friði og sáttum og fyrir lýðræði og mannréttindum.“ ESB varð til úr umróti eftirstríðsáranna og hefur, að sögn nefndarinnar, sýnt fram á að gamlir óvinir geta orðið nánir samstarfsaðilar með því að byggja smám saman upp gagnkvæmt traust. „Við erum öll mjög stolt af því að hafa fengið þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og tók fram að með því að segja „við“ ætti hann „ekki aðeins við Evrópuleiðtoga heldur alla evrópska ríkisborgara, bæði af þessari kynslóð og fyrri kynslóðum.“ Andstæðingar ESB furðuðu sig á þessari ákvörðun nefndarinnar. „Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar stjórnin í Brussel og öll Evrópa er að hrynja í eymd sinni. Hvað næst? Óskarsverðlaun handa Van Rompuy?“ spurði til dæmis hollenski þingmaðurinn Geert Wilders, sem barist hefur ákaft gegn ESB. Efnahagserfiðleikar ESB síðustu misserin og órói almennings vegna þeirra virðist reyndar hafa átt sinn þátt í því að norska Nóbelsnefndin tók þessa ákvörðun.„Ef evran liðast í sundur trúi ég að innri markaðurinn fari einnig að liðast í sundur. Og þá fáum við augljóslega nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“ segir Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. „Við erum ekki með skoðun á því hvernig eigi að leysa þessi vandamál, en við sendum mjög sterk skilaboð um að við eigum að vera okkur þess meðvituð hvernig við fengum þessa Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.“ Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin ætlar að veita Evrópusambandinu (ESB) friðarverðlaun Nóbels í ár fyrir að hafa tryggt frið í Evrópu í sex áratugi. „Evrópusambandið á nú um stundir í alvarlegum efnahagslegum erfiðleikum með umtalsverðri félagslegri ólgu,“ segir í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar: „Norska Nóbelsnefndin vill beina athyglinni að því sem hún telur mikilvægasta árangur Evrópusambandsins: Hinni árangursríku baráttu fyrir friði og sáttum og fyrir lýðræði og mannréttindum.“ ESB varð til úr umróti eftirstríðsáranna og hefur, að sögn nefndarinnar, sýnt fram á að gamlir óvinir geta orðið nánir samstarfsaðilar með því að byggja smám saman upp gagnkvæmt traust. „Við erum öll mjög stolt af því að hafa fengið þessi Nóbelsverðlaun,“ sagði Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB, og tók fram að með því að segja „við“ ætti hann „ekki aðeins við Evrópuleiðtoga heldur alla evrópska ríkisborgara, bæði af þessari kynslóð og fyrri kynslóðum.“ Andstæðingar ESB furðuðu sig á þessari ákvörðun nefndarinnar. „Nóbelsverðlaun fyrir ESB. Þegar stjórnin í Brussel og öll Evrópa er að hrynja í eymd sinni. Hvað næst? Óskarsverðlaun handa Van Rompuy?“ spurði til dæmis hollenski þingmaðurinn Geert Wilders, sem barist hefur ákaft gegn ESB. Efnahagserfiðleikar ESB síðustu misserin og órói almennings vegna þeirra virðist reyndar hafa átt sinn þátt í því að norska Nóbelsnefndin tók þessa ákvörðun.„Ef evran liðast í sundur trúi ég að innri markaðurinn fari einnig að liðast í sundur. Og þá fáum við augljóslega nýja þjóðernisstefnu í Evrópu,“ segir Thorbjørn Jagland, formaður norsku Nóbelsnefndarinnar. „Við erum ekki með skoðun á því hvernig eigi að leysa þessi vandamál, en við sendum mjög sterk skilaboð um að við eigum að vera okkur þess meðvituð hvernig við fengum þessa Evrópu eftir seinni heimsstyrjöldina.“
Nóbelsverðlaun Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent