Best of 2012 haldið í Höllinni 16. október 2012 16:42 Moses Hightower spilar í fyrsta sinn í Laugardalshöll í desember. fréttablaðið/anton "Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð," segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Mörg af stærstu nöfnum ársins í tónlistinni koma saman í Laugardalshöll miðvikudaginn 19. desember þegar blásið verður til tónlistarveislunnar Best of 2012. Fram koma Ásgeir Trausti, sem hefur slegið í gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn, Hjálmar, sem hafa ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma, hljómsveitin Valdimar sem sendir frá sér nýtt efni á næstunni, Moses Hightower sem nýlega gaf út sína aðra plötu, og Kiriyama Family sem sló í gegn með laginu Weekends í sumar og nú síðast laginu Heal. Þetta verða aðrir tónleikarnir á skömmum tíma sem Moses Hightower og Ásgeir Trausti spila á því fimm dögum áður verða þeir í Háskólabíói. "Ég held að hvort tveggja verði bara rosalega gaman," segir Steingrímur Karl en Ásgeir hitaði einmitt upp fyrir Moses á útgáfutónleikum þeirra. Aðspurður segist hann mjög ánægður með viðtökurnar við nýjustu plötu Moses, Önnur Mósebók. Hún kom einnig út á vínyl og var því fagnað með óvæntum tónleikum í Lucky Records við Hverfisgötu á mánudag. "Lucky Records er vagga vínylsins og þetta var mjög gaman." Forsala aðgöngumiða á Best of 2012 fer fram á Midi.is og hefst hún á hádegi 1. nóvember. -fb Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Moses hefur ekki spilað þar áður. Þetta verður örugglega mikið stuð," segir Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Mörg af stærstu nöfnum ársins í tónlistinni koma saman í Laugardalshöll miðvikudaginn 19. desember þegar blásið verður til tónlistarveislunnar Best of 2012. Fram koma Ásgeir Trausti, sem hefur slegið í gegn með sinni fyrstu plötu Dýrð í dauðaþögn, Hjálmar, sem hafa ekki spilað hér á landi í nokkurn tíma, hljómsveitin Valdimar sem sendir frá sér nýtt efni á næstunni, Moses Hightower sem nýlega gaf út sína aðra plötu, og Kiriyama Family sem sló í gegn með laginu Weekends í sumar og nú síðast laginu Heal. Þetta verða aðrir tónleikarnir á skömmum tíma sem Moses Hightower og Ásgeir Trausti spila á því fimm dögum áður verða þeir í Háskólabíói. "Ég held að hvort tveggja verði bara rosalega gaman," segir Steingrímur Karl en Ásgeir hitaði einmitt upp fyrir Moses á útgáfutónleikum þeirra. Aðspurður segist hann mjög ánægður með viðtökurnar við nýjustu plötu Moses, Önnur Mósebók. Hún kom einnig út á vínyl og var því fagnað með óvæntum tónleikum í Lucky Records við Hverfisgötu á mánudag. "Lucky Records er vagga vínylsins og þetta var mjög gaman." Forsala aðgöngumiða á Best of 2012 fer fram á Midi.is og hefst hún á hádegi 1. nóvember. -fb
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira