Eftirherman og skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm hefur vakið athygli fyrir vasklega framgöngu sem einn helsti afleysingamaður í útvarpi undanfarnar vikur.
Hann byrjaði á því að leysa Andra Frey Viðarsson af í morgunþættinum vinsæla Virkir Morgnar á Rás 2 og núna hefur hann tekið sæti Guðrúnar Dísar Emilsdóttir tímabundið.
Eftirherman lætur sér ekki eina útvarpsstöð næga því undanfarið hefur hann sest við hljóðnemann í Skaftahlíðinni á eftirmiðdögum með Auðuni Blöndal í FM95Blö, en þar hleypur hann í skarðið fyrir Björn Braga Arnarsson.
-áp
Flakkar milli útvarpsstöða
