Með lag í þættinum Shameless 19. október 2012 09:04 Daníel Ágúst er mjög ánægður með að eiga lag í þáttunum Shameless.fréttablaðið/stefán "Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð." Þættirnir eru framleiddir fyrir Showtime af höfundinum Paul Abbott og meðal leikara eru William H. Macy, Emmy Rossum og Cameron Monaghan. Shameless er endurgerð samnefndra breskra þátta sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir undanfarin ár. Þar eru þáttaraðirnar orðnar tíu en í Bandaríkjunum er sú þriðja að hefjast eftir áramót. Daníel Ágúst kynntist tónlistarstjóra Shameless þegar hann var að vinna að fyrstu sólóplötu sinni, Swallowed a Star, í Los Angeles. "Hann var hrifinn af henni og bað mig um að vera í sambandi við sig." Þegar Valgeir Magnússon hjá Hands Up Music, sem gefur plötuna út, var staddur í Los Angeles nokkru síðar hitti hann tónlistarstjórann og gaukaði að honum laginu við góðar undirtektir. "Við Barði [Jóhannsson] frændi erum mjög glaðir. Við sömdum þetta saman. Við höfum hist endrum og sinnum síðustu ár og gert nokkur lög. Þetta er eitt af þeim." Daníel hefur áður átt lag í erlendum sjónvarpsþætti því Sparks Fly af Swallowed a Star var selt í heimildarþáttaröð hjá HBO á sínum tíma.-fb Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
"Þetta verður örugglega hressandi innlegg í þennan þátt," segir tónlistarmaðurinn Daníel Ágúst. Lagið Yeah Yeah Yeah af síðustu sólóplötu hans, The Drift, verður notað í þættinum Shameless sem hefur slegið í gegn í Bandaríkjunum. "Ég hef ekki séð neinn þátt en af kynningarefninu að dæma virðist þetta vera mjög sniðug og skemmtileg þáttaröð." Þættirnir eru framleiddir fyrir Showtime af höfundinum Paul Abbott og meðal leikara eru William H. Macy, Emmy Rossum og Cameron Monaghan. Shameless er endurgerð samnefndra breskra þátta sem hafa verið sýndir við miklar vinsældir undanfarin ár. Þar eru þáttaraðirnar orðnar tíu en í Bandaríkjunum er sú þriðja að hefjast eftir áramót. Daníel Ágúst kynntist tónlistarstjóra Shameless þegar hann var að vinna að fyrstu sólóplötu sinni, Swallowed a Star, í Los Angeles. "Hann var hrifinn af henni og bað mig um að vera í sambandi við sig." Þegar Valgeir Magnússon hjá Hands Up Music, sem gefur plötuna út, var staddur í Los Angeles nokkru síðar hitti hann tónlistarstjórann og gaukaði að honum laginu við góðar undirtektir. "Við Barði [Jóhannsson] frændi erum mjög glaðir. Við sömdum þetta saman. Við höfum hist endrum og sinnum síðustu ár og gert nokkur lög. Þetta er eitt af þeim." Daníel hefur áður átt lag í erlendum sjónvarpsþætti því Sparks Fly af Swallowed a Star var selt í heimildarþáttaröð hjá HBO á sínum tíma.-fb
Mest lesið Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Lífið Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Lífið Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Fleiri fréttir Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira