Bók um íslenska fatahönnun 22. október 2012 09:00 Ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand einblínir á íslenska fatahönnuði í bókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Mynd/magnusandersen.co "Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna," segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn að ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Bókin inniheldur umfjallanir og vegalega myndaþætti tíu hönnuði. Charlie Strand hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin fimm ár en hann er hálfur Íslendingur. Icelandic Fashion Project á að vera heimild um þann ört stækkandi iðnað sem fatahönnun er á Íslandi í dag og gefa um leið útlendingum sem sækja landið heim smá innsýn inn í íslenskan tískuheim. Þeir hönnuðir sem fjallað er um í bókinni eru Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Munda, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún. "Mér finnst þessir tíu hönnuðir endurspegla hönnunarsenuna hérna. Hönnuðirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir eru einnig allir á mismunandi stað á ferli sínum sem mér fannst mikilvægt," segir Strand, sem var rúmt ár að vinna bókina í samvinnu við hönnuðina sjálfa, teiknara og grafískan hönnuð. Strand hefur áður gefið út bókina Icelandic Projects sem er um íslenska list, tísku og tónlist. Útgáfuhóf fyrir Icelandic Fashion Design verður næstkomandi fimmtudag í bókabúð Máls og menningar. - áp Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
"Það er svo mikil gróska í íslenskri fatahönnun að mér fannst við hæfi að gera heila bók og sýna heiminum hvað er í gangi hérna," segir ljósmyndarinn og stílistinn Charlie Strand sem á heiðurinn að ljósmyndabókinni Icelandic Fashion Design sem kemur út í vikunni. Bókin inniheldur umfjallanir og vegalega myndaþætti tíu hönnuði. Charlie Strand hefur verið búsettur hér á landi síðastliðin fimm ár en hann er hálfur Íslendingur. Icelandic Fashion Project á að vera heimild um þann ört stækkandi iðnað sem fatahönnun er á Íslandi í dag og gefa um leið útlendingum sem sækja landið heim smá innsýn inn í íslenskan tískuheim. Þeir hönnuðir sem fjallað er um í bókinni eru Steinunn, Bóas, Eygló, Royal Extreme, ELM, Munda, Vera Þórðardóttir, E-Label og Arna Sigrún. "Mér finnst þessir tíu hönnuðir endurspegla hönnunarsenuna hérna. Hönnuðirnir eru jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir eru einnig allir á mismunandi stað á ferli sínum sem mér fannst mikilvægt," segir Strand, sem var rúmt ár að vinna bókina í samvinnu við hönnuðina sjálfa, teiknara og grafískan hönnuð. Strand hefur áður gefið út bókina Icelandic Projects sem er um íslenska list, tísku og tónlist. Útgáfuhóf fyrir Icelandic Fashion Design verður næstkomandi fimmtudag í bókabúð Máls og menningar. - áp
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira