Ver raddböndin í rúllukraga 24. nóvember 2012 08:00 Unnsteinn Manuel Stefánsson er mjög feginn því að rúllukraginn fær uppreisn æru í herratískunni í vetur en hann hefur klæðst rúllukraga frá fermingu. Fréttablaðið/Vilhelm Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari. Lífið Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Mér skilst að ég sé einn af þessum rúllukragaaðdáendum," segir Unnsteinn Manuel Stefánsson, söngvari í hljómsveitinni Retro Stefson, sem þessa dagana getur skartað rúllukraganum ófeiminn enda er hann ein helsta tískubóla herratískunnar í vetur. Það var greinilegt að hönnuðir heimsins litu til rúllukragans er fatalínur vetrarins liðu um tískupallana hjá báðum kynjum í byrjun árs. Oft er auðveldara að greina tískubólur í kvenfatatískunni en í herratískunni milli ára. Því þóttu það tíðindi þegar rúllukraginn dúkkaði upp á sýningum stóru nafnanna í tískuheiminum og ástæða til að draga fram rúllukragann sem var hvað vinsælastur á sjötta áratugnum. Unnsteinn byrjaði, fyrir tilstilli móður sinnar, að vera í rúllukragapeysum þegar hann fermdist. „Mamma setti mig stundum í rúllukragapeysu en það var hins vegar ekki fyrr en ég byrjaði að syngja að ég fór að kunna að meta rúllukragann. Þá fann ég hversu gott er að styðja við raddböndin í fallegum rúllukraga," segir Unnsteinn sem lumar á sex stykkjum inni í fataskápnum sínum. „Ég á fjóra venjulega, einn „guðfræðinema" og einn spari." Unnsteinn hvetur herramenn landsins eindregið til að byrja að nota rúllukragann og segist sjálfur mjög feginn að flíkin sé loksins dottin inn á tískuradarinn. „Já, ég er mjög feginn. Helsti kostur rúllukragans er að hann er nettur, og að auki þægilegur og góður til að vera í undir skyrtu á sviði á útihátíð á norðlægum slóðum." Meðal þeirra hönnuða sem voru með rúllukragaboli og -peysur í fatalínum sínum eru Armani, Hermès, Lanvin og 3.1 Philip Lim. Hægt er að nota rúllukragaflík á margbreytilegan máta; undir skyrtur, jakkaföt, hversdags jafnt sem spari.
Lífið Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira