Ragnheiðarrauðkál 6. desember 2012 14:00 Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, vill ekki sjá rauðkál úr dós á jólaborðinu. Grænar baunir úr dós eru þó velkomnar. MYND/GVA „Eitt er algjörlega bráðnauðsynlegt á mínum jólum en það er heimatilbúna rauðkálið," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, þegar hún er spurð hvort eitthvað megi alls ekki vanta á jólaborðið. „Ég ólst upp við skagfirsk jól, rjúpur með rauðkáli og brúnuðum kartöflum hjá ömmu og afa. Amma mín, Ragnheiður Bjarman, var snillingur í matargerð og kenndi mér ýmislegt sem kemur að góðum notum í eldhúsinu. Ég geri rauðkálið eins og hún, án uppskriftar en alltaf sama hráefnið, með miklu tilsmakki og á löngum tíma. Ég hef borðað rjúpur, hangikjöt, hamborgarhrygg, kalkúna og hjört á jólum en alltaf gert rauðkálið, mér finnst það eiginlega henta með öllu. Rauðkál úr krukku eða dós er harðbannað í mínum húsum sem er reyndar örlítil hræsni því grænar baunir frá Ora eru aldeilis velkomnar á mitt veisluborð." - rat Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Loftkökur Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól
„Eitt er algjörlega bráðnauðsynlegt á mínum jólum en það er heimatilbúna rauðkálið," segir Ragnheiður Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Knitting Iceland, þegar hún er spurð hvort eitthvað megi alls ekki vanta á jólaborðið. „Ég ólst upp við skagfirsk jól, rjúpur með rauðkáli og brúnuðum kartöflum hjá ömmu og afa. Amma mín, Ragnheiður Bjarman, var snillingur í matargerð og kenndi mér ýmislegt sem kemur að góðum notum í eldhúsinu. Ég geri rauðkálið eins og hún, án uppskriftar en alltaf sama hráefnið, með miklu tilsmakki og á löngum tíma. Ég hef borðað rjúpur, hangikjöt, hamborgarhrygg, kalkúna og hjört á jólum en alltaf gert rauðkálið, mér finnst það eiginlega henta með öllu. Rauðkál úr krukku eða dós er harðbannað í mínum húsum sem er reyndar örlítil hræsni því grænar baunir frá Ora eru aldeilis velkomnar á mitt veisluborð." - rat
Jólafréttir Jólamatur Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Gyðingakökur Jól Frá ljósanna hásal Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Loftkökur Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Svona gerirðu graflax Jól Jólasaga: Gamla jólatréð Jól