Ocean á plötu ársins 6. desember 2012 07:00 Tónlistarmaðurinn Frank Ocean á plötu ársins samkvæmt erlendum árslistum.nordicphotos/getty Eins og venjan er á þessum árstíma eru listar yfir bestu plötur ársins byrjaðir að tínast inn hjá erlendum tímaritum og vefsíðum. Samkvæmt þeim er fyrsta hefðbundna plata bandaríska R&B-tónlistarmannsins Frank Ocean, Channel Orange, sú besta á árinu. Hún er víðast hvar á topp fimm og hjá Metacritic.com sem tekur saman alla dóma ársins er hún efst á blaði. Þetta kemur ekki á óvart því Channel Orange fékk frábæra dóma úti í heimi og hér á landi hlaut hún einnig athygli. Fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins bera vott um það. „Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg,“ sagði í dóminum. Blúsrokkarinn Jack White, fyrrum liðsmaður The White Stripes, virðist hafa hitt í mark með sinni fyrstu sólóplötu, Blunderbuss, og bandaríski rapparinn Kendrick Lamar er í efsta sætinu hjá Pitchfork. Aðrir ofarlega á blaði eru kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen og áströlsku sýrurokkararnir í Tame Impala. Fáar konur koma við sögu á árslistunum. Helst má nefna bandarísku tónlistarkonuna Fionu Apple og Grimes, sem er alter-egó hinnar kanadísku Claire Bouche. Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Eins og venjan er á þessum árstíma eru listar yfir bestu plötur ársins byrjaðir að tínast inn hjá erlendum tímaritum og vefsíðum. Samkvæmt þeim er fyrsta hefðbundna plata bandaríska R&B-tónlistarmannsins Frank Ocean, Channel Orange, sú besta á árinu. Hún er víðast hvar á topp fimm og hjá Metacritic.com sem tekur saman alla dóma ársins er hún efst á blaði. Þetta kemur ekki á óvart því Channel Orange fékk frábæra dóma úti í heimi og hér á landi hlaut hún einnig athygli. Fimm stjörnur hjá gagnrýnanda Fréttablaðsins bera vott um það. „Textarnir eru öðruvísi heldur en á þessari dæmigerðu r&b-plötu, tónlistin er ferskari og hugmyndaríkari og umgjörðin er sömuleiðis nýstárleg,“ sagði í dóminum. Blúsrokkarinn Jack White, fyrrum liðsmaður The White Stripes, virðist hafa hitt í mark með sinni fyrstu sólóplötu, Blunderbuss, og bandaríski rapparinn Kendrick Lamar er í efsta sætinu hjá Pitchfork. Aðrir ofarlega á blaði eru kanadíska söngvaskáldið Leonard Cohen og áströlsku sýrurokkararnir í Tame Impala. Fáar konur koma við sögu á árslistunum. Helst má nefna bandarísku tónlistarkonuna Fionu Apple og Grimes, sem er alter-egó hinnar kanadísku Claire Bouche.
Tónlist Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira