Heimilislegt og blátt áfram Björn Teitsson skrifar 8. desember 2012 08:00 "Að heyra strengjahljóðin í gripaskiptingum er í rauninni plús, ef eitthvað er, og hæfir hljóðheiminum fullkomlega.“ Mynd/Valdís Thor Tónlist. Prammi. Stafrænn Hákon. Sound in Silence Stafrænn Hákon er tónlistarsjálf Ólafs Josephssonar sem hefur fengist við tónlist síðan seint árið 1999, en segja má að hann hafi verið hluti þeirrar "lo-fi"-hreyfingar sem var áberandi á Íslandi um síðustu aldamót. Ætla mætti að Stafrænn Hákon sé farinn að kunna vel til verka með slíka reynslu á bakinu, og það er einnig raunin. Prammi er sjöunda breiðskífa Stafræns Hákons og er hún tekin upp í heimahúsi með aðstoð vina og vandamanna – sem á reyndar við um flest af efni listamannsins. Hljóðheimur plötunnar byggir á elektróskotnu "lo-fi" indírokki með smá skammti af ambient og annarri tilraunamennsku. Prammi nær fyrirtaks flugi á þeim lögum þar sem söngur og raddanir fá að njóta sín (Klump, The Son, Hoff). Rækjuháls er að öðrum ólöstuðum besta lag plötunnar og er það eina sem sungið er á íslensku. Textinn, sem fjallar um afbrigðilegar matarvenjur, er bráðfyndinn. Aðgengilegustu lögin án söngs renna einnig ágætlega niður og þá er rétt að hrósa góðum trommuleik í Hvarfi 12. Upptökurnar eru heimilislegar og blátt áfram, án þess að hægt sé að kvarta yfir nokkrum viðvaningshætti. Að heyra strengjahljóðin í gripaskiptingum er í rauninni plús, ef eitthvað er, og hæfir hljóðheiminum fullkomlega. Prammi er ekki gallalaus plata en engu að síður góður og gildur fulltrúi íslenskrar indítónlistar. Hönnun umslagsins er einnig mjög indí, einungis plastvasi og blað með ljósmynd. Ef til vill hefði verið heppilegra að leggja aðeins meira í umbúðirnar, en það er kannski svipað og að kvarta yfir að frönskurnar komi með kartöflukryddi – þegar þig langaði í raun bara í salt. Franskar eru samt franskar og svona er lífið bara stundum. Niðurstaða: Prammi lætur lítið yfir sér en er fín viðbót í flóru íslenskrar indítónlistar.Stafrænn Hákon, Prammi. Gagnrýni Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira
Tónlist. Prammi. Stafrænn Hákon. Sound in Silence Stafrænn Hákon er tónlistarsjálf Ólafs Josephssonar sem hefur fengist við tónlist síðan seint árið 1999, en segja má að hann hafi verið hluti þeirrar "lo-fi"-hreyfingar sem var áberandi á Íslandi um síðustu aldamót. Ætla mætti að Stafrænn Hákon sé farinn að kunna vel til verka með slíka reynslu á bakinu, og það er einnig raunin. Prammi er sjöunda breiðskífa Stafræns Hákons og er hún tekin upp í heimahúsi með aðstoð vina og vandamanna – sem á reyndar við um flest af efni listamannsins. Hljóðheimur plötunnar byggir á elektróskotnu "lo-fi" indírokki með smá skammti af ambient og annarri tilraunamennsku. Prammi nær fyrirtaks flugi á þeim lögum þar sem söngur og raddanir fá að njóta sín (Klump, The Son, Hoff). Rækjuháls er að öðrum ólöstuðum besta lag plötunnar og er það eina sem sungið er á íslensku. Textinn, sem fjallar um afbrigðilegar matarvenjur, er bráðfyndinn. Aðgengilegustu lögin án söngs renna einnig ágætlega niður og þá er rétt að hrósa góðum trommuleik í Hvarfi 12. Upptökurnar eru heimilislegar og blátt áfram, án þess að hægt sé að kvarta yfir nokkrum viðvaningshætti. Að heyra strengjahljóðin í gripaskiptingum er í rauninni plús, ef eitthvað er, og hæfir hljóðheiminum fullkomlega. Prammi er ekki gallalaus plata en engu að síður góður og gildur fulltrúi íslenskrar indítónlistar. Hönnun umslagsins er einnig mjög indí, einungis plastvasi og blað með ljósmynd. Ef til vill hefði verið heppilegra að leggja aðeins meira í umbúðirnar, en það er kannski svipað og að kvarta yfir að frönskurnar komi með kartöflukryddi – þegar þig langaði í raun bara í salt. Franskar eru samt franskar og svona er lífið bara stundum. Niðurstaða: Prammi lætur lítið yfir sér en er fín viðbót í flóru íslenskrar indítónlistar.Stafrænn Hákon, Prammi.
Gagnrýni Mest lesið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Mortal Kombat-stjarna látin Lífið Kveður fasteignir fyrir kroppa Lífið Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti Lífið Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Fleiri fréttir Vonlaust í víkinni Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Sjá meira