Stjakarnir mynda fullkomna óreglu alfrun@frettabladid.is skrifar 20. desember 2012 08:00 heilluð af fimm- hyrningum Vöru- og innanhússhönnuðurinn Sonja Björk Ragnarsdóttir hefur sent frá sér kertastjakana 5 frá SO by Sonja sem fást meðal annars í Kraumi. Fréttablaðið/Stefán „Mér fannst vanta kertastjaka fyrir há kerti sem væru ekki hringur. Ég er sjálf meira fyrir einfaldleika og beinar línur," segir Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúss- og vöruhönnuður, sem á heiðurinn að kertastjökunum 5 frá So by Sonja. Kertastjakarnir komu í búðir fyrir stuttu en hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt form sitt. Þeir eru fimmhyrningar og fást í mörgum litum og stærðum. „Mér fannst vera mikið um sexhyrninga í hönnun en lítið um fimmhyrninginn en sjálfri finnst mér hann heillandi því það er ekki hægt að raða honum í rétta röð. Hann myndar því hina fullkomna óreglu, svolítið eins og lífið sjálft," segir Sonja Björk og bætir við að það hafi svo verið óvæntur bónus að stjakarnir líkjast stuðlabergi þegar þeir eru settir saman. „Ég var ekkert að hugsa um það fyrr en mér var bent á það, það er greinilegt að þetta íslenska náttúrueinkenni hefur verið í undirmeðvitundinni hjá mér við hönnunina." Sonja Björk er nýflutt heim eftir fimm ára námsdvöl erlendis þar sem hún var eitt ár í Bandaríkjunum og fjögur í Mílanó þar sem hún nam innanhúss- og vöruhönnun. Einnig var Sonja Björk í vinnu hjá tískumerkinu Tod"s, sem sérhæfir sig í fylgihlutum og skóm, þar sem hún sá um útstillingar og glugga í búðum merkisins. „Mér fannst vera kominn tími á að ég kæmi heim núna. Þetta var komið gott úti og öfugt við marga finnst mér Ísland hafa upp á svo margt að bjóða. Hér leynast tækifæri en þegar maður hefur búið úti sér maður oft hlutina í öðru ljósi. Hér er auðveldara að nálgast allt, byrja smátt og þróa að mínu mati." Kertastjakar Sonju fást í búðinni Kraumi við Aðalstræti og hægt er að skoða þá að Facebook-síðunni So by Sonja. Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
„Mér fannst vanta kertastjaka fyrir há kerti sem væru ekki hringur. Ég er sjálf meira fyrir einfaldleika og beinar línur," segir Sonja Björk Ragnarsdóttir, innanhúss- og vöruhönnuður, sem á heiðurinn að kertastjökunum 5 frá So by Sonja. Kertastjakarnir komu í búðir fyrir stuttu en hafa vakið athygli fyrir skemmtilegt form sitt. Þeir eru fimmhyrningar og fást í mörgum litum og stærðum. „Mér fannst vera mikið um sexhyrninga í hönnun en lítið um fimmhyrninginn en sjálfri finnst mér hann heillandi því það er ekki hægt að raða honum í rétta röð. Hann myndar því hina fullkomna óreglu, svolítið eins og lífið sjálft," segir Sonja Björk og bætir við að það hafi svo verið óvæntur bónus að stjakarnir líkjast stuðlabergi þegar þeir eru settir saman. „Ég var ekkert að hugsa um það fyrr en mér var bent á það, það er greinilegt að þetta íslenska náttúrueinkenni hefur verið í undirmeðvitundinni hjá mér við hönnunina." Sonja Björk er nýflutt heim eftir fimm ára námsdvöl erlendis þar sem hún var eitt ár í Bandaríkjunum og fjögur í Mílanó þar sem hún nam innanhúss- og vöruhönnun. Einnig var Sonja Björk í vinnu hjá tískumerkinu Tod"s, sem sérhæfir sig í fylgihlutum og skóm, þar sem hún sá um útstillingar og glugga í búðum merkisins. „Mér fannst vera kominn tími á að ég kæmi heim núna. Þetta var komið gott úti og öfugt við marga finnst mér Ísland hafa upp á svo margt að bjóða. Hér leynast tækifæri en þegar maður hefur búið úti sér maður oft hlutina í öðru ljósi. Hér er auðveldara að nálgast allt, byrja smátt og þróa að mínu mati." Kertastjakar Sonju fást í búðinni Kraumi við Aðalstræti og hægt er að skoða þá að Facebook-síðunni So by Sonja.
Lífið Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Fleiri fréttir Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Sjá meira
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning