Tíra í skammdeginu haukur@frettabladid.is skrifar 21. desember 2012 08:00 Alice Olivia Clarke „Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“ Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
„Ég byrjaði að horfa í kringum mig og sá að enginn var með endurskinsmerki,“ segir Alice Olivia Clarke, sem hefur um nokkuð skeið boðið upp á „ljómandi fylgihluti“ undir vörumerkinu Tíra. „Ég var næstum því búin að keyra á manneskju og fór að hugsa um það í kjölfarið hvað ég gæti gert til þess að gera gangandi vegfarendur sýnilegri í umferðinni. Fullorðna fólkið lætur helst ekki sjá sig með hefðbundin endurskinsmerki.“ Alice flutti hingað til lands frá Kanada fyrir tuttugu árum og viðurkennir að hafa sjálf verið löt við að ganga með glitmerki. Hún hafi því fengið þá hugmynd að hanna eitthvað áberandi og flott fyrir íslenska skammdegið. Fyrir nokkrum árum byrjaði hún að fikra sig áfram og úr urðu handhekluð blóm úr lopa og endurskinsþráðum. Eftirspurnin varð fljótlega mikil og Alice hafði ekki undan við framleiðsluna. Í dag nýtur hún aðstoðar fjölskyldunnar, auk þess sem hún hefur ráðið til sín tvær konur til viðbótar í heklið. „Ég kalla þetta ljómandi fylgihluti vegna þess að þeir koma ekki í stað hefðbundinna endurskinsmerkja heldur eru þeir hugsaðir sem tískuvara sem sést vel í myrkri,“ segir Alice. Hún hefur aukið vöruúrvalið og reynt að höfða meira til karlmanna en áður, en það er hennar tilfinning að fullorðnir karlmenn séu verst sýnilegir allra í myrkrinu. „Stundum finnst mér eins og þeir séu ragari við þetta. Þeir nenna ekki að hengja á sig þessi hefðbundnu og hef ég því reynt að finna eitthvað þægilegt og smart fyrir þá.“
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist