Oftar, takk Jónas Sen skrifar 2. janúar 2012 08:00 Tónlist. Lög fyrir söngrödd og píanó. Sigursveinn D. Kristinsson. Smekkleysa. Sigursveinn D. Kristinsson (1911-1990) stofnaði tónskólann sem við hann er kenndur. Hann er ekki eins þekktur sem tónskáld. Sönglög hans heyrast afar sjaldan á tónleikum íslenskra söngvara. Alltént hef ég ekki orðið var við annað. Það er skrýtið. Á tvöföldum geisladiski með öllum sönglögum Sigursveins er að finna margar söngperlur. Þær eiga skilið að heyrast miklu oftar. Lög við ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar eru einstaklega hrífandi, það er unaður að hlusta á þau. Svipaða sögu er að segja um lög við ljóð eftir önnur skáld, laglínurnar eru fallegar og innilegar. Og meðleiksparturinn er smekklega skrifaður, eðlilegur og blátt áfram. Þjóðlagaútsetningarnar eru nokkuð síðri, en þær eru fyrir söngrödd og klarinettu (Einar Jóhannesson). Rödd klarinettunnar er sjálfstæð og er hugsuð sem mótvægi við þjóðlagið hverju sinni. Það virkar dálítið truflandi hér. E.t.v. hefði mátt lækka aðeins í klarinettunni í hljóðvinnslunni. Söngurinn og píanóleikurinn er hins vegar fínn. Það er eitthvað notalega elskulegt við það hvernig Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngur lögin. Og meðleikur Kristins Arnar Kristinssonar er hlýlegur og músíkalskur. Þetta er glæsileg útgáfa sem verður vonandi til þess að lög Sigursveins hljóti þann sess sem þau verðskulda. Niðurstaða:Falleg lög, fallegur söngur og píanóleikur. Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Lög fyrir söngrödd og píanó. Sigursveinn D. Kristinsson. Smekkleysa. Sigursveinn D. Kristinsson (1911-1990) stofnaði tónskólann sem við hann er kenndur. Hann er ekki eins þekktur sem tónskáld. Sönglög hans heyrast afar sjaldan á tónleikum íslenskra söngvara. Alltént hef ég ekki orðið var við annað. Það er skrýtið. Á tvöföldum geisladiski með öllum sönglögum Sigursveins er að finna margar söngperlur. Þær eiga skilið að heyrast miklu oftar. Lög við ljóð Ólafs Jóhanns Sigurðssonar eru einstaklega hrífandi, það er unaður að hlusta á þau. Svipaða sögu er að segja um lög við ljóð eftir önnur skáld, laglínurnar eru fallegar og innilegar. Og meðleiksparturinn er smekklega skrifaður, eðlilegur og blátt áfram. Þjóðlagaútsetningarnar eru nokkuð síðri, en þær eru fyrir söngrödd og klarinettu (Einar Jóhannesson). Rödd klarinettunnar er sjálfstæð og er hugsuð sem mótvægi við þjóðlagið hverju sinni. Það virkar dálítið truflandi hér. E.t.v. hefði mátt lækka aðeins í klarinettunni í hljóðvinnslunni. Söngurinn og píanóleikurinn er hins vegar fínn. Það er eitthvað notalega elskulegt við það hvernig Sigrún Valgerður Gestsdóttir syngur lögin. Og meðleikur Kristins Arnar Kristinssonar er hlýlegur og músíkalskur. Þetta er glæsileg útgáfa sem verður vonandi til þess að lög Sigursveins hljóti þann sess sem þau verðskulda. Niðurstaða:Falleg lög, fallegur söngur og píanóleikur.
Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira