Vinnur Halldór til verðlauna á Vetrarólympíuleikunum 2014? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2013 14:46 Halldór Helgason sýnir hér tilþrif á snjóbrettinu sínu. Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010. Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sjá meira
Halldór Helgason, snjóbrettakappi frá Akureyri, ætlar að reyna að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í Rússlandi sem fara fram árið 2014. Þetta kom fram í Morgunblaðinu í morgun. Á leikunum í Sochi verður í fyrsta sinn keppt í grein sem nefnist "slopestyle" og mun Halldór ætla sér að reyna að komast inn á keppendalistann í henni. Halldór þykir líklegur til afreka í "slopestyle" þar sem snjóbrettamenn þurfa að leysa hinar ýmsu þrautir á leið sinni niður brekkuna og þrír dómarar meta frammistöðuna. Halldór gæti hugsanlega blandað sér í baráttuna um verðlaun í þessari grein en Íslendingur hefur aldrei unnið verðlaun á Vetrarólympíuleikunum. Halldór Helgason hefur vakið mikla athygli fyrir hæfni sína á snjóbretti á stórmótum út um allan heim. Hann hefur tekið þátt í "Slopestyle" og í stökki af risapalli á X-leikunum í Bandaríkjunum síðustu þrjú ár. Almennt er litið á X-leikana sem sterkustu snjóbrettakeppni heims, jafnvel enn sterkari en sjálfa Ólympíuleikana. Halldór varð frægur á einni nóttu eftir að hafa tryggt sér gullverðlaun í stökki af risapalli á X-leikunum árið 2010, en komst ekki í úrslit 2011 og 2012. Þá lenti hann í 8. og 7. sæti í "Slopestyle" árin 2010 og 2011 en komst ekki í úrslit í fyrra. Hann er aftur skráður til leiks í báðum flokkum á X-leikunum þetta árið en þeir fara fram í Aspen í Bandaríkjunum í lok janúar. Halldór þarf síðan að keppa á mótum á vegum Alþjóða skíðasambandsins til þess að safna þeim fjölda FIS-stiga sem skila honum þátttökurétt á Ólympíuleikunum en þar þurfa snjóbrettamenn að keppa á minnsta kosti fjórum mótum. Halldór keppir væntanlega á sínu fyrsta FIS-móti í Bandaríkjunum um aðra helgi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá sigurstökk Halldórs á X-leikunum árið 2010.
Íþróttir Mest lesið Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Grænir verða að svara Í beinni: Haukar - Fram | Framarar geta sent Hauka í sumarfrí Í beinni: Stjarnan - FH | Grannaslagur í Garðabæ Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Í beinni: ÍR - Stjarnan | Garðbæingar geta komist í kjörstöðu Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Leik lokið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sjá meira