Íslendingur myndar fyrir Eurowoman og ELLE Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 19. janúar 2013 19:30 Hörður Ingason útskrifaðist úr ljósmyndanámi frá Medieskolerne Viborg í Danmörku fyrir um ári síðan. Síðan þá hefur hann svo sannarlega ekki setið auðum höndum, en meðal verkefna sem hann hefur fengist við eru myndþættir fyrir Eurowoman og Elle.Ein af myndunum sem birtust í Eurowoman.Hörður segir námið hafa hjálpað sér mikið í að komast á góðan stað sem ljósmyndari. Það var þannig byggt upp að hann þurfti að vera á samning hjá ljósmyndara til að komast inn. Hörður fékk samning hjá auglýsingaljósmyndara í Árósum og segir það hafa hjálpað sér mkið. Svo fór hann í skiptinám til New York og aðstoðaði tískuljósmyndarann Kenneth Willardt, en hann myndar mikið fyrir stór merki eins og Maybelline og L'oreal. Að því loknu fór Hörður í starfsnám í Kaupmannahöfn hjá ljósmyndastúdíói sem sérhæfir sig í auglýsingum og tísku.Hluti af myndaseríu sem birtist á hinni virtu tískusíðu Fashion Gone Rouge.Hörður hefur myndað fyrir fjölmörg tískublöð, en þau sem standa upp úr segir hann vera Eurowoman, sem er eitt mest lesna blað í Skandinavíu, Nordic Man, ELLE, Fault Magazine og Carbon Copy.Hörður Ingason.Copenhagen Fur.En hvaða verkefni stendur upp úr?,,Ég er nýkominn heim frá skemmtilegu verkefni fyrir Kopenhagen Fur. Ég ferðaðist til Kína þar sem ég tók myndir fyrir stóran kúnna sem er í samstarfi fyrir Kopenhagen Fur. Ásamt því var ég líka fenginn til að dæma í Kínverskri módelkeppni ". ,,Í febrúar er ég að mynda fyrir nokkur mismunandi blöð. Mig langar líka að komast aftur til New York sem fyrst, svo ætli ég skelli mér ekki bara þangað. Í apríl kemur sería eftir mig í blaði frá NY sem heitir Vestal Magazine. Ég tók myndir af mjög flottu sænsku módeli og var með mjög gott team með mér. Get ekki sagt of mikið, en ég er mjög spenntur fyrir því! ", segir Hörður svo um framhaldið.http://horduringason.com/ Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira
Hörður Ingason útskrifaðist úr ljósmyndanámi frá Medieskolerne Viborg í Danmörku fyrir um ári síðan. Síðan þá hefur hann svo sannarlega ekki setið auðum höndum, en meðal verkefna sem hann hefur fengist við eru myndþættir fyrir Eurowoman og Elle.Ein af myndunum sem birtust í Eurowoman.Hörður segir námið hafa hjálpað sér mikið í að komast á góðan stað sem ljósmyndari. Það var þannig byggt upp að hann þurfti að vera á samning hjá ljósmyndara til að komast inn. Hörður fékk samning hjá auglýsingaljósmyndara í Árósum og segir það hafa hjálpað sér mkið. Svo fór hann í skiptinám til New York og aðstoðaði tískuljósmyndarann Kenneth Willardt, en hann myndar mikið fyrir stór merki eins og Maybelline og L'oreal. Að því loknu fór Hörður í starfsnám í Kaupmannahöfn hjá ljósmyndastúdíói sem sérhæfir sig í auglýsingum og tísku.Hluti af myndaseríu sem birtist á hinni virtu tískusíðu Fashion Gone Rouge.Hörður hefur myndað fyrir fjölmörg tískublöð, en þau sem standa upp úr segir hann vera Eurowoman, sem er eitt mest lesna blað í Skandinavíu, Nordic Man, ELLE, Fault Magazine og Carbon Copy.Hörður Ingason.Copenhagen Fur.En hvaða verkefni stendur upp úr?,,Ég er nýkominn heim frá skemmtilegu verkefni fyrir Kopenhagen Fur. Ég ferðaðist til Kína þar sem ég tók myndir fyrir stóran kúnna sem er í samstarfi fyrir Kopenhagen Fur. Ásamt því var ég líka fenginn til að dæma í Kínverskri módelkeppni ". ,,Í febrúar er ég að mynda fyrir nokkur mismunandi blöð. Mig langar líka að komast aftur til New York sem fyrst, svo ætli ég skelli mér ekki bara þangað. Í apríl kemur sería eftir mig í blaði frá NY sem heitir Vestal Magazine. Ég tók myndir af mjög flottu sænsku módeli og var með mjög gott team með mér. Get ekki sagt of mikið, en ég er mjög spenntur fyrir því! ", segir Hörður svo um framhaldið.http://horduringason.com/
Mest lesið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Radiohead frestar tónleikum sínum í Köben Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið „Besta byrjun á desember sem hægt var að hugsa sér“ Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Fleiri fréttir Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Sjóðheitar skvísur í feldsfíling Stanslaust stuð í sokkapartýi ársins Þakklát að hafa prófað alls konar hluti Tískukóngar landsins á bleiku skýi Ríghélt í sígarettuna niður tískupallinn Upplifir skotin oftast sem hrós „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Ungir „gúnar“ í essinu sínu Þau hlutu Hönnunarverðlaun Íslands Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Sjá meira